Greinar og viðtöl

21.11.2018

Ekki láta streituna ráða för

Haustið er handan við hornið, flestir vinnustaðir eru að endurheimta starfsfólkið eftir sumarfrí og skólar, leikskólar og frístundastarf eru að hefjast af fullum krafti. Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. Þegar álag verður of mikið, sérstaklega ef við upplifum að við erum farin að „ströggla“, getur það haft neikvæð áhrif á heilsu okkar, andlega sem og líkamlega. Við förum að finna fyrir streitu.

Grein eftir Sigrúnu Ásu Þórðardóttur, sálfræðing og fagstjóra hugarhreystis og geðræktar hjá Heilsuborg.

21.11.2018

Er sjálfsmyndin í hættu?

Sjálfsmynd eða sjálfsmat er hugtak sem vísar til þess hvernig við hugsum um okkur sjálf, hvaða kjarnaviðhorf eða hugmyndir við höfum um okkur og hversu mikils virði við teljum okkur vera. Matið getur verið jákvætt, t.d. „ég er góð manneskja“ eða
„ég er mikils virði“ - en það getur einnig verið neikvætt, t.d. „ég er ekki nógu dugleg(ur)“ eða „ég er lítils virði“. Eitt af því sem getur haft áhrif á sjálfsmyndina er langvarandi streituálag. Birtingarmyndir slíks álags geta verið margvíslegar og einkennin bæði líkamleg og andleg, hugsanir og hegðun sem hafa hafa hamlandi áhrif á lífsgæði okkar.
Grein eftir Sigrúnu Ásu Þórðardóttur, sálfræðing og fagstjóra hugarhreystis og geðræktar hjá Heilsuborg, og Önnu Sigurðardóttur, sálfræðing hjá Heilsuborg.

21.11.2018

Kulnun í starfi - Ábyrgð atvinnurekenda, eigenda og stjórnenda

Kulnun, streita og margskonar streitutengd heilsufarsvandamál fara vaxandi í samfélaginu og valda ekki aðeins vanlíðan og heilsubresti heldur einnig auknum kostnaði hjá fyrirtækjum, stofnunum og sjúkrasjóðum. Samkvæmt tölulegum upplýsingum sem liggja fyrir hérlendis og rannsóknum erlendis virðist aukningin vera mikil og víðtæk. Einföld skýring liggur ekki fyrir en fræðimenn velta vöngum yfir þessari aukningu. Líklegast er talið að þetta sé vegna breytinga á þjóðfélagsmynd og almennt auknum kröfum í samfélaginu.

Grein eftir Dr. Ólaf Þór Ævarsson

03.01.2018

Nokkur streituráð

Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. 

Grein eftir Sigrúnu Ásu Þórðardóttur og Snædísi Evu Sigurðardóttur, sálfræðinga hjá Heilsuborg.