Þekktu þín mörk
Þegar fólk er undir miklu og langvarandi álagi, í vinnu eða einkalífi, getur orðið vart við svokallaða kulnun, eða "burnout" eins og það kallast á ensku. Einkenni kulnunar eru bæði líkamleg og sálræn, t.a.m. langvarandi þreyta, orkuleysi, verkir og depurð. Einkenni kulnunar eru oftast væg og viðráðanleg í fyrstu, en stigmagnast smátt og smátt þangað til viðkomandi finnst erfitt að hafa stjórn á aðstæðum og hættir að hafa gaman af starfi sínu og daglegu vafstri.