Námskeið fyrir sjálfstætt starfandi leiðsögumenn - 15. janúar kl. 20:00- 21:30
VR býður upp á námskeið fyrir sjálfstætt starfandi leiðsögumenn Leiðsagnar.
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 en einnig er hægt að vera með í gegnum Teams.
Farið verður yfir:
- Hvaða gjöldum og kostnaði þarf að taka tillit til
- Hvaða ábyrgð ber leiðsögumaður í ferðum
- Umræður þar sem sérfræðingar svara fyrirspurnum.
Námskeiðið sjá sérfræðingar VR um ásamt lögmanni VR sem mun fara sérstaklega yfir tryggingahluta sjálfstætt starfandi.
Skráning á námskeiðið fer fram hér fyrir neðan. Ef óskað er eftir túlkun yfir á ensku þá verður sú beiðni að berast á sandra@vr.is fyrir þann 5. janúar.
Nauðsynlegt er að fylla út alla reiti og merkja hvort þú ætlir að sitja námskeiðið á staðnum eða rafrænt.