Kosning í Ungliðaráð VR

Kosning þriggja fulltrúa í Ungliðaráð VR stendur frá kl.12:00 á hádegi þriðjudaginn 21. maí til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 24. maí 2024.

15 eru í framboði og má sjá kynningartexta frá frambjóðendum hér fyrir neðan. Athugið að frambjóðendum er raðað í stafrófsröð.

Kosningabært félagsfólk með skráð netfang hjá VR hefur fengið kjörgögn send með tölvupósti. Hafir þú ekki fengið atkvæðaseðil en telur þig eiga rétt á að kjósa, sendu okkur póst á unglidarad@vr.is.

Athugið að þessi undirsíða er í vinnslu.

  • Ekki hefur borist kynningartexti frá þessum frambjóðanda

  • Andri Vef

    Nafn: Andri Freyr Eiðsson
    Aldur: 21 árs
    Núverandi starf og vinnustaður: Vaktstjóri hjá Krónunni

    Afhverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR? 
    Ég ákvað að bjóða mig fram í Ungliðaráð VR því ég trúi á kraft ungs fólks til að móta framtíð okkar. Sem ungur einstaklingur með mikinn metnað fyrir að hafa áhrif, horfi ég á þetta sem tækifæri til þess að vera fulltrúi ungs fólks, takast á við stefnumál þeirra og berjast fyrir meira styðjandi umhverfi fyrir ungt félagsfólk innan VR.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks? 
    Ég tel að VR eigi að beita sér fyrir átaksverkefnum sem setja andlega heilsu, menntunarmöguleika og aðgengi að afþreyingu fyrir ungt fólk í forgang. Það er mikilvægt að takast á við þær áskoranir sem ungt fólk stendur frammi fyrir í samfélagi nútímans, svo sem náms og skólapressu, félagslega einangrun og takmarkað fjármagn til einstaklingsþróunar. Með því að einbeita sér að þessum sviðum getur VR styrkt unga einstaklinga til að vaxa og dafna og einnig lagt sitt af mörkum á jákvæðan hátt og stuðlað að bjartari framtíð fyrir alla.

    Ég þarf á þínum stuðningi að halda. Settu X við Andra Frey fyrir bjartari framtíð fyrir ungt félagsfólk VR.

  • Ekki hefur borist kynningartexti frá þessum frambjóðanda

  • Elmargudlaugs Vef

    Nafn: Elmar Guðlaugsson
    Aldur: 31 árs
    Núverandi starf og vinnustaður: Sölu- og viðskiptasjóri dómstólalausna hjá Hugvit

    Afhverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR? 
    Ég ákvað að gefa kost á mér vegna þess að ég hef ekki látið mig málefni ungs launafólks varða eins og ég hefði vilja í gegnum tíðina. Ég hef verið starfandi á vinnumarkaðnum í að verða 15 ár og á þeim tíma í fjölmörgum störfum. Langar því að snúa því við og fara huga að hag ungliða. Þekki mjög vel hvernig er að byrja ungur á vinnumarkaði og hvað það þýðir að hafa litla þekkingi á stéttarfélögum og þeim réttindum sem fylgir því að vera í starfi. Þá tel ég mig vera sterka rödd fyrir ungliða hafandi unnið bæði á stórum sem smáum vinnustöðum og hef haft mannaforráð og þekki því umhverfið nokkuð vel. Þá hef ég einnig menntun sem lögfræðingur og tel ég það vera sterkt þegar kemur að réttindum og kröfum launafólks. Ungt fólk á vinnumarkaði þarf einstakling sem skilur þau og hefur verið í þeirra sporum.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks? 
    Það sem skiptir helst máli er að ungt fólk líði vel að hafa samband og sjái hag sinn í því að eiga í samskiptum við sitt stéttarfélag. Það er í of mörgum tilvikum þar sem fólk þekkir ekki rétt sinn og hefur ekki þor í að hafa samband því það heldur að það sé með skrítna eða ranga spurningu. Mér langar að koma því á framfæri við ungt fólk að það borgar sig yfirleitt að spyrja spurninga og fá góð svör og eða útskýringar. Einnig finnst mér mjög mikilvægt að það sé hugsað um unga fólkið á vinnumarkaði sem er að stíga sín fyrstu skref og tryggja að upplýsingar séu aðgegnilegar. Það skiptir máli þegar það er verið að hefja störf hvort sem það er eftir nám eða t.d. sumarstarf á nýjum vinnustað að ungt fólk þekki rétt sinn og sé að fá laun í samræmi við kjarasamninga og önnur mikilvæg réttindi. Í mörgum tilvikum hefur ungt ekki fólk fengið neinar upplýsingar hvernig er best að snúa sér og er það mjög svo mikilvægt að lágmarks þekking eins og að velja stéttarfélag í samræmi við starf sé til staðar.

  • Ekki hefur borist kynningartexti frá þessum frambjóðanda

  • Fannar Vef

    Nafn: Fannar Pálsson
    Aldur: 28 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Aðstoðarverslunarstjóri Skechers í Kringlunni

    Afhverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR?
    Ég vil taka þátt í því að móta framtíð ungs fólks á vinnumarkaði. Ég vil efla ungt fólk, vil að rödd þeirra heyrist og að lífsgæði þeirra haldi áfram að bætast sem mest. Ég hef fjölþætta reynslu sem og áhuga sem ég held að henti vel í hóp þeirra sem verða í ungliðaráðinu hjá VR og reyni að temja mér gífurlega jákvætt hugarfar. Ég hef allskyns hugmyndir í málum ungs fólks á vinnumarkaði. Ég vil vera í samtalinu með VR í að styðja ungt fólk á vinnumarkaði.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Ég vil að VR haldi áfram að bæta sig í upplýsingum fyrir ungt fólk varðandi hvernig byrja skal á vinnumarkaði, og þetta á helst við yngsta hópinn. Hvernig er hægt að upplýsa fólk betur um launaseðla og hversu mikilvægt það getur verið að lesa hann vel yfir reglulega. Ég vil að VR hvetji ungt fólk til að nýta sér Starfsmenntasjóðinn og aðstoði fólk með umsóknir. Ég er með allskonar fleiri hugmyndir um málefni ungs fólks. Getur persónuafsláttur ungmenna mögulega verið hærri? Getur VR hvatt fyrirtæki í að veita ungu fólki styrki í starfi? Og fleira í þessum dúr sem ég vil fá að vera partur af og aðstoða VR með að bæta.

  • Ekki hefur borist kynningartexti frá þessum frambjóðanda

  • Heiddis Vala Vef

    Nafn: Heiðdís Vala Þorsteinsdóttir
    Aldur: 27 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Launa- og mannauðsfulltrúi hjá DHL Express Iceland

    Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR?
    Meginástæðan fyrir mínu framboði er að ég hef mikinn áhuga á verkalýðsmálum en þar sem ég hef aldrei setið við þennan enda borðsins, þá hef ég lítinn sem engan skilning á þeim málum. Vafalaust er fleira ungt fólk í minni stöðu, vilja vita meira en telja það vera of flókið eða óaðgengilegt. Þess vegna tel ég mig vera mikilvægur hlekkur á ungliðaráðinu, þar sem ég kem inn sem aðili sem þekkir ekki til starfsins og get þannig sett mig í spor annara sem vilja þekkja starfið. Þar sem skólar hafa ekki séð um að kenna fólki á verkalýðsmál þá er það í okkar höndum að afla okkur þekkinguna. Þekking á verkalýðsmálum og þróun hennar er mikilvægt tól í að virkja samfélagið og gera það enn betra.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Það sem stendur mér næst er að ungt fólk er sífellt að verða eldra þegar það byrjar að stofna fjölskyldu og/eða nær fjárhagslegri fótfestu í lífinu. Það er ekki tilviljun. Með því að styðja betur við ungt fólk áður en það er komið með fjölskyldu, þá er hægt að grípa vandann áður en hann kemur upp. Ég tel að það skortir fjárhagslegan stuðning við það fólk, þar sem það er oft nýkomið á vinnumarkaðinn og hefur lítil sem engin réttindi þar. Ungt fólk á ekki að líða fyrir eða vera verðmetið minna fyrir að vera ungt og reynslulaust, heldur eiga fyrirtæki og samfélagið að átta sig í þeim verðmætum sem felast í ungu fólki.

    Auk þess hef ég reynslu við að vinna sem erlendur starfsmaður sem þekkti ekki tungumálið né samfélagsreglurnar vel. Þegar ég flutti heim aftur þá fór ég að líta í eigin barm og áttaði mig betur á stöðu erlends starfsfólks. Fólk sem er okkur Íslendingum nauðsynleg til halda uppi samfélagi og auðga það á allan hátt, en að mörg hver þeirra fá ekki sömu kjör eða réttindi einungis því þau eru ekki alkunnug á íslenskt samfélag og vita því ekki betur.

  • Jonas Vef FIN

    Nafn: Jónas Þorgeir Sigurðsson
    Aldur: 28 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Lagerfulltrúi, Veltir (Brimborg) 

    Afhverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR?
    Ég byrjaði ungur á vinnumarkaði og ég vissi ekki hvert hlutverk stéttarfélaga væri. Ég mætti bara í vinnu og kvartaði yfir því hvað launin voru lág. Í dag hef ég kynnt mér og nýtt mikið af því sem VR hefur upp á að bjóða og það hefði verið óskandi að vera með þekkinguna á VR sem ég hef í dag með mér þá. Það er okkar samfélagslega skylda að passa upp á náungann sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Ég vil hámarka skilning þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, hvort sem það eru myndbönd með ítarlegum útskýringum á netinu eða námskeið. Þar tala ég sérstaklega um kjarasamninga.

    Ég vil að nýir félagsmenn fái fræðslu frá trúnaðarmönnum félagsins um helstu réttindi félagsmanna VR þegar þeir hefja vinnu. t.d. stytting vinnuvikunnar, matar- og kaffitíma og fríðindi eins og orlofsvefinn.

    Ég vil að vinnustaðaheimsóknir séu í auknum mæli ásamt því að niðurstöður heimsókna séu birtar á vef VR. Þannig geta félagsmenn séð niðurstöður heimsókna á sínum vinnustað.

  • Lara Vef

    Nafn: Lára Portal
    Aldur: 27 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Sjálfbærnisérfræðingur hjá KPMG.

    Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR?
    Ég vil standa vörð um hagsmuni ungs félagsfólks og auka sýnileika okkar. Jafnræði er mér hugleikið og og því langar mig að bjóða fram krafta mína til að tryggja þátttöku og styrkja rödd ungmenna við ákvarðanatöku VR.

    Í starfi mínu sem sjálfbærnisérfræðingur er ég lausnamiðuð og framsækin. Ég starfa í síbreytilegu umhverfi sem krefst mikils sveigjanlega og nýsköpunar vegna hraðrar þróunar sjálfbærnimálaflokksins á heimsvísu. Ég hef verið virk í félags- og sjálfboðaliðastörfum síðan 2011 þar sem ég hef sinnt margvíslegum nefndarstörfum. Í ár er ég meðal annars þátttakandi í norrænu ungmennaverkefni á vegum félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem hvetur til heildrænnar nálgunar á sjálfbærri þróun.

    Ég stend fyrir því að efla sjálfsöryggi og baráttuþor ungmenna á vinnumarkaðnum og vil sjá til þess að réttindi VR félaga taki tillit til þarfa ungmenna. Ég mun gæta þess að skapa farveg sem gerir ungu félagsfólki kleift að blómstra og vil jafnframt hvetja fólk til virkrar þátttöku fyrir eigin lífsgæðum.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Mikilvægast er að efla sýnileika og fræðslu til að leggja grunninn að farsælli innkomu ungs félagsfólks á vinnumarkaðinn. Jafnframt að gera ungu félagsfólki grein fyrir tilgangi VR og að kynna fyrir því grunnréttindi sín. Ég tel þörf á því að koma því í skilning um mikilvægi þess að huga snemma að lífeyrismálum og séreignarsparnaði.

    Þá tel ég að endurmeta þurfi sjóði og félagsréttindi VR með hagsmuni ungs fólks og raunverulegar þarfir þeirra að leiðarljósi. Má þar nefna bætt aðgengi til endurmenntunar og aukinn stuðningur við námsmenn. Jafnframt stend ég fyrir því að nemar fái greitt fyrir starfsnám.

    Ég vil sjá að VR standi fyrir jafnvægi í einkalífi og starfi í takt við nútímann. Bæta þarf aðgengi að sálrænum stuðningi og viðeigandi úrræðum í geðheilbrigðismálum en breytingar á varasjóði kunna að auðvelda aðgengi að slíkri þjónustu.

    Ég tel mikilvægt að VR efli sjálfsöryggi ungs félagsfólks í starfsleit og í samningaviðræðum og vil styrkja baráttuþor ungmenna til að hafa áhrif á nær- og fjærumhverfi sitt. Þá tel ég það mikilvægt að auka gagnsæi í launamálum.

    Takk fyrir að gefa þér tíma í að kynna þér mitt framboð.

  • Obi Vef FIN

    Nafn: Óbi Snær Barböruson
    Aldur: 25 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Farþegaþjónusta hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli

    Afhverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR? 
    Við unga fólk þörfnumst einhvers sem gætir hagsmuna okkar og vanmetur okkur ekki þótt við séum ung. 

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Kröfurnar um reynslu frá ungu fólki sem augljóslega hefur hana ekki, lágmarkslaun bara vegna þess að við erum ung, minni ábyrgð gefin í störfum vegna aldurs okkar.

  • Ragnheidur Vef

    Nafn: Ragnheiður I. Sigurgeirsdóttir
    Aldur: 28 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Ráðgjafi hjá Takk ehf.

    Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR?
    Það skiptir máli að raddir allra heyrist og að á þær sé hlustað, ungt fólk verður að stíga fram til að hafa áhrif. Ég hef mikla reynslu af félagsstörfum og hef meðal annars setið í ungmennaráði Árborgar, ungmennaráði Samfés og ungliðaráði Amnesty International á yngri árum. Í seinni tíð hefur áhugi minn á samfélagsmálum alls ekki minnkað, þvert á móti. Það má því segja að það sé lýsandi fyrir mig að hafa brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar, samfélagi, efnahagi, umhverfi, fréttum og framtíð.

    Ég er með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) frá Háskólanum á Bifröst og námið hefur veitt mér fjölþætta og gagnrýna þekkingu á því hvernig hlutirnir virka í nútímasamfélagi. Í dag stunda ég nám í miðlun og almannatengslum við sama skóla.

    Það þarf samtakamátt með skýran ásetning og vitundarvakningu til þess að breyta því sem þörf er á. Ungt fólk verður að hafa þar rödd og þess vegna býð ég mig fram til Ungliðaráðs VR.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Ég vil sjá áherslu lagða á nauðsyn þess að brúa bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla en sá málaflokkur er í algjörum lamasessi í dag. Sömuleiðis þarf að taka risastór skref í átt að því að gera ungu fólki kleift að komast inn á húsnæðismarkað á ásættanlegum kjörum. Þá þarf að vera metnaður fyrir því að kynna fyrir ungu fólki réttindi þeirra á vinnumarkaði og tryggja að boðleiðir séu skýrar þegar brotið er á þeim.

    Ég vil að desember- og orlofsuppbætur verði skattfrjálsar og að lögð sé áhersla á aukin úrræði í geðheilbrigðismálum fólks á vinnumarkaði.

    VR hefur gert margt gott í málefnum ungs fólks en það skiptir máli að vera stöðugt að endurmeta hlutina og þora að sækja fram. Unga fólkið er framtíðin.

  • Ekki hefur borist kynningartexti frá þessum frambjóðanda

  • Sarah Vef

    Nafn: Sarah Mohammedi
    Aldur: 31 árs
    Núverandi starf og vinnustaður: Verkefnastjóri hjá Össuri (Embla Medical)

    Afhverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR? 
    Ég hef búið á Íslandi í níu ár og hef verið meðlimur í VR allan þann tíma. Ég hef kynnt mér reglugerðir VR og vinnulöggjöf sem starfsmaður stórra fyrirtækja, en hvað helst í hlutverki mínu sem framkvæmdastjóri AIESEC á Íslandi. Á þeim tíma ábyrgðist ég réttindi og starfssamninga meðlima auk viðskiptavina okkar. Þessi reynsla hefur komið sér vel fyrir minn innri hring og hef ég gefið ráð til bæði íslenskra og erlendra samstarfsfélaga sem hefur einnig opnað umræður um vinnuréttindi í öðrum mörkuðum og þau vandamál sem yngri kynslóð vinnuafls á Íslandi stendur fyrir. Að vera meðlimur unglingaráðs VR er tækifæri til að styðja við breytingar sem eru aðlagaðar að yngri kynslóðinni.

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks? 
    Núverandi lög og reglugerðir á Íslandi ættu að bjóða upp á meira starfsöryggi. Á landi eins og Íslandi er auðvelt að finna annað starf, en ekki endilega í þeim geira sem viðkomandi hefur valið að sérhæfa sig. Þetta getur haft í för með sér áhrif á starfsþróun yngri kynslóðarinnar en ekki síst heftingu á fjárhagslegu sjálfstæði þeirra.

    Þessi raunveruleiki skapar menningu þar sem við finnum okkur oft neydd til þess að setja pressu á okkur sjálf til þess að standa okkur betur í starfi í von um viðurkenningu og betri starfsframa. Hvort sem að þessi aðferð skilar árangri eða ekki þá hefur hún í för með sér stress, kvíða og kulnun. Við þurfum betri umgjörð til þess að kljást við þessi vandamál. Vinnustaðamenning sem setur áherslu á geðheilbrigðisþjónustu er ekki nóg, og framlengt veikindaleyfi er ekki lausn fyrir neinn.

    Alþjóðlegi bakgrunnur minn er tækifæri til þess að koma með fjölbreytileika inn í samtalið. Það er þess vert að nefna að ég tala ekki íslensku. Hinsvegar get ég treyst á útsjónarsemi mína til þess að bæta upp fyrir þennan veikleika.

    Starfsöryggi, fjárhagslegt sjálfstæði og andleg heilsa eru þau mál sem ég hef valið að tala um vegna þess sem ég hef orðið vitni að og upplifað á þeim tíma sem ég hef unnið á Íslandi. Hinsvegar er svo mikið meira sem þyrfti að ræða.

  • Tomas Vef

    Nafn: Tómas Guðni Sigurðarson
    Aldur: 26 ára
    Núverandi starf og vinnustaður: Þekking og Bónus

    Af hverju ákvaðst þú að gefa kost á þér í Ungliðaráð VR?
    Hef unnið á hátt í 15 mismunandi vinnustöðum sem yfirmaður og hefðbundinn starfsmaður. Starfað í fjölbreyttum störfum. Hef rosalegan áhuga að ýmsum hlutum, opinn fyrir nýjungum og ekki hræddur við að vera ósammála eða segja mína skoðun en ávallt til í að heyra álit annara. :)

    Hvaða málefnum vilt þú sjá VR beita sér fyrir hönd ungs fólks?
    Betri kynning fyrir ungmenni á lögum og reglum tengdum stéttarfélögum og vinnumarkaði. Einfalda skilning fyrir ungmenni sem eru að stíga a vinnumarkaðinn svo vilji sé að kynna sér það að ungum aldri og auðvelt að skilja. Fyrir ungmenni á markaði þá getur verið yfirgnæfandi að læra hinar ýmsu upplýsingar og að passa að ekki er verið að ganga gegn réttindum sínum. Bara þessi basic pakki í kringum allt þetta o.s.frv.