Hlutverk Ungliðaráðs VR er að sjá til þess að hagsmunir yngra fólks innan félagsins séu ávallt á dagskrá og að veita ungu félagsfólki tækifæri til að hafa áhrif.
Fulltrúar í Ungliðaráði kjörtímabilið 2024 - 2026 eru:
Andrea Rut Pálsdóttir
Lára Portal
Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson
Sarah Mohammedi
Tómas Guðni Sigurðarson
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Efri röð: Sarah Mohammedi, Þorvarður Bergmann Kjartansson
Neðri röð frá vinstri: Lára Portal, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Andrea Rut Pálsdóttir
Á myndina vantar: Tómas Guðni Sigurðarson
Fulltrúar í Ungliðaráði eiga sæti í trúnaðarráði VR, þau fá tækifæri til að sitja þing Alþýðusambandsins og Landssambands ísl. verzlunarmanna og eru ráðgefandi fyrir stjórn VR. Greitt er fyrir fundarsetu í Ungliðaráði.
Hlutverk Ungliðaráðs VR er að:
- Gæta að hagsmunum yngra félagsfólks VR.
- Veita yngra félagsfólki VR vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri.
- Hvetja ungt fólk til þátttöku í verkalýðsbaráttunni, hafa áhrif á samfélag sitt og berjast fyrir auknum lífsgæðum.
Rétt um helmingur félagsfólks VR er á aldrinum 16-35 ára eða um 20.000 félagar. Með stofnun Ungliðaráðs stígur félagið afdráttarlaust skref til að tryggja að raddir ungs félagsfólks fái að heyrast í allri umræðu er varðar félagið.
Starfsreglur Ungliðaráðs
Starfsreglurnar með áorðnum breytingum eru birtar hér að neðan í heild sinni.
Starfsreglur og hlutverk Ungliðaráðs VR.
1.gr.
Ungliðaráð VR er umræðu- og samráðsvettvangur ungs fólks í félaginu. Ungliðaráð VR skal vera stjórn VR ráðgefandi um málefni sem tengjast ungu fólki á aldrinum 16- 35 ára.
Markmið ráðsins er að sjá til þess að hagsmunamál ungs fólks séu ávallt á dagskrá félagsins.
Hlutverk ungliðaráðs VR er að:
- Gæta að hagsmunum yngra félagsfólks VR.
- Veita yngra félagsfólki VR vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri.
- Hvetja ungt fólk til þátttöku í verkalýðsbaráttunni, hafa áhrif á samfélag sitt og berjast fyrir auknum lífsgæðum.
2.gr.
Ungliðaráð VR skal skipað 6 fulltrúum yngra félagsfólks, 18-35 ára, sem skipta sjálfir með sér verkum. Jöfn kynjaskipting skal vera í ráðinu og skal það endurspegla aldurssamsetningu yngra félagsfólks eins og hægt er. Í Ungliðaráð VR er skipað annað hvert ár þar sem 3 eru tilnefndir af stjórn VR á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund VR og að því loknu eru 3 kosnir af félagsfólki, 35 ára og yngra, til tveggja ára í senn. Ráðið hefur starfsmann VR sér til handa.
3.gr.
Ungliðaráð VR skal funda eins oft og þurfa þykir. Ráð fær nefndarkaup fyrir setta fundi en miðað er við 6-8 fundi á ári. Aukin heldur fá fulltrúar Ungliðaráðs greitt launatap sem þeir kunna að verða fyrir vegna starfa sinna fyrir VR. Ráðið kemur hugmyndum til stjórnar félagsins til nánari ákvarðana og framkvæmda.
4.gr.
Taka skal tillit til Ungliðaráðs VR við val á fulltrúum félagsins á sambandsþingum Alþýðusambands Íslands og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna sem og öðrum fundum hagsmunasamtaka launafólks.
5.gr.
Kjörnir fulltrúar í Ungliðaráði VR eiga sjálfkrafa sæti í trúnaðarráði VR.
Ákvæði til bráðabirgða
6 manna Ungliðaráð VR er í fyrsta skipti skipað af stjórn VR til allt að eins árs fram að aðalfundi VR 2024 en eftir það er skipað samkvæmt 2. gr.