Starfsmenntanefnd VR var stofnuð með það meginmarkmið að efla framgang starfsmenntunar félagsfólks. Hlutverk nefndarinnar er að móta skýra stefnu og verkferla VR í starfsmenntamálum. Nefndin skal sjá til þess að þekking liggi fyrir á stöðu menntunar félagsfólks VR í samhengi við þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma.
Menntastefna VR 2023-2025
VR leggur áherslu á að félagsfólki VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða formlegt eða óformlegt nám.*
VR kappkostar að félagsfólki gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsfólks VR.
Helstu áhersluþættir VR er varða menntastefnu VR 2023-2025 eru:
- Aukin hæfni félagsfólks
a. VR vill stuðla að aukinni menntun meðal félagsfólks sem ekki hafa lokið við
grunnmenntun.
b. VR leggur áherslu á að félagsfólki gefist ávallt kostur á að auka hæfni sína með sí- og endurmenntun.
c. VR hvetur félagsfólk sitt til að undirbúa sig fyrir frekari breytingar og leita leiða til að takast á við mögulegar breytingar á störfum í framtíðinni. - Samvinna innan skólasamfélagsins í heild sinni
a. VR er virkur þátttakandi í framþróun náms og námsúrræða fyrir félagsfólk.
b. VR tekur þátt í verkefnum á öllum skólastigum.
c. VR stuðlar að aukinni samvinnu við símenntunarmiðstöðvar.
d. VR vinnur með hagsmunaaðilum til aukinnar hæfni fyrir félagsfólk sitt. - Síbreytileg og uppfærð upplýsingagjöf til félagsfólks
a. VR tryggir skýrt aðgengi félagsfólks að upplýsingum um frekara nám og leiðum til hæfniaukningar.
b. VR upplýsir félagsfólk um hvaða breytingar geta orðið á vinnumarkaði og á störfum þess. - Raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf?
a. VR stuðlar að því að hæfni sem félagsfólk hefur áunnið sér verði metin/skrásett.
b. VR stuðlar að því að aðgengi í raunfærnimat í almennri starfshæfni verði gott.
c. VR stuðlar að því að raunfærnimat skili félagsfólki ávinningi til styttingar á formlegu námi.
* Með formlegu námi er átt við nám sem hannað er sem slíkt, stundað af ásetningi starfsfólks, fer yfirleitt fram í kennslustofu og gefin er út staðfesting á því. Óformlegt nám getur verið innbyggður hluti af verkefnum í starfi en stundað af ásetningi starfsfólks að afla sér aukinnar þekkingar og hæfni.