Tómas Elí Guðmundsson

Fæðingardagur og -ár
11.ágúst 1983

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég starfa sem deildarstjóri þjónustuvera hjá Dohop ehf, þar stýri ég og leiði teymin sem sinna viðskiptavinum á fjölbreyttan og skilvirkan hátt. 
Ég var í Borgarholtsskóla. Ég hef lokið fjölbreyttum námskeiðum og kúrsum frá Endurmenntun Háskólans á Akureyri, þar sem ég hef t.d lokið Almennri forritun, SQL gagnagrunnum og vefforritun. Ég er í námi við Háskólann á Bifröst, þar sem ég styrki enn frekar þekkingu mína á stjórnun og rekstri. Ég starfaði hjá Icelandair í tæplega átta ár, þar sem ég var þjálfunar- og gæðasérfræðingur, með áherslu á þróun og framkvæmd þjálfunar og gæðaúttekta.

Netfang: tomaseli.g@outlook.com


Reynsla af félagsstörfum

Ég hef hátt í 20 ára reynslu sem trúnaðarmaður. Ég sit í trúnaðarráði VR og Fulltrúaráði Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Ég hef reynslu af stjórnarsetu, en ég var í stjórn Starfsmannafélags Suðurnesja (STFS). Ég hef setið ASÍ þing og þing LÍV.

Ég er meðlimur í Björgunarsveit Suðurnesja og hef verið frá árinu 2014, þó ekki virkur, né í útköllum um þessar mundir.

Ég tel að ég hafi góða reynslu til að beita mér fyrir áframhaldandi umbótum og velferð allra félagsmanna VR.


Helstu áherslur

Markmið mitt er að gera VR að leiðandi afl í baráttunni fyrir réttindum og velferð allra félagsmanna, óháð aldri, starfsgrein eða bakgrunni. 
Ég vil beita mér fyrir:

  • Jafnrétti á vinnustað, þar sem allir félagsmenn njóta sömu réttinda og tækifæra.
  • Styttingu vinnuvikunnar og þróun á vinnufyrirkomulagi sem hentar breyttum þörfum samfélagsins, til að tryggja jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Auknum stuðningi við endurmenntun félagsmanna, svo þeir geti mætt tæknibreytingum og nýjum áskorunum á vinnumarkaði.
  • Bættum kjörum, með áherslu á að laun og önnur starfskjör endurspegli raunverulegt vinnuframlag og skapi mannsæmandi lífsskilyrði.
  • Auknum styrkjum til félagsmanna fyrir sálfræðiþjónustu, til að styðja við andlega vellíðan og heilsu.

Ég er sannfærður um að með samstilltu átaki getum við skapað samfélag þar sem allir eru metnir að verðleikum og enginn er skilinn eftir. Ég bið ykkur, kæru félagsmenn, um ykkar stuðning til að vinna þetta mikilvæga starf.