Fæðingardagur og -ár
27. október 1983
Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni
Vinnustaður, starf og menntun
Ég hef starfað hjá Skómeistaranum í Smáralind frá árinu 2011.
Ég hef verið félagsmaður í VR frá því ég hóf störf fimmtán ára gamall.
Árið 2008 lauk ég sveinsprófi í skósmíði frá þá Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum. Hafði þá unnið í og með á skóverkstæðum frá því ég byrjaði á vinnumarkaðnum. Hef einnig starfað við ýmis önnur störf tengd verslun á starfsævinni.
Netfang: thorir83@gmail.com

Reynsla af félagsstörfum
Ég var stjórnarmaður Landssambands skósmiða 2009-2021. Ég hef setið í stjórn VR frá 2020-2025, varastjórnarmaður 2020-2021 og stjórnarmaður 2021-2025. Í Sjálfbærniráði Íslands frá 2022. Var varamaður í miðstjórn ASÍ 2023-2024 og nefndarmaður í heilbrigðisnefnd ASÍ frá 2023.
Ég hef tekið virkan þátt í starfi VR og hef síðastliðin tímabil verið í eftirtöldum nefndum VR:
- Framkvæmdastjórn Orlofssjóðs VR
- Húsnæðisnefnd
- Umhverfisnefnd
- Styrktarnefnd
- Framtíðarnefnd
- Framkvæmdastjórn Sjúkrasjóðs VR
Ég hef auk þess setið sem:
- Formaður styrkjanefndar VR 2020-2022
- Formaður framkvæmdastjórnar Sjúkrasjóðs VR 2022-2023
- Formaður framkvæmdastjórnar Orlofssjóðs VR frá 2024
Helstu áherslur
- Aukinn kaupmáttur
- Klára QR-kóða athugasemdakerfi fyrir orlofshús til að bæta upplifun félagsfólks okkar af þeim
- Félagið hjálpi félagsfólki í andlegum veikindum
- 30 daga orlofsréttur fyrir alla
- Veikindaréttur vegna barna til 18 ára
- Aukinn stuðningur vegna atvinnumissis
- Meira fræðsluefni fyrir ungt fólk á atvinnumarkaði
- Beinir styrkir t.d. vegna líkamsræktar, tannlækna og sálfræðinga
- Það þarf að vinna að því að tillaga mín á ASÍ þinginu um að desember- og orlofsuppbótin verði skattfrjáls verði notuð í næstu kjarasamningum
Ég sé krefjandi vegferð framundan en er tilbúinn að takast á við þær áskoranir af fullum krafti og vinna sleitulaust að því að ná fram markmiðum VR.
Ég er félagsmaður með skýra framtíðarsýn, skuldbindingu við gildi mín og réttindi vinnandi fólks. Nái ég kjöri mun ég vinna að því að hjá VR sé vettvangur virðingar, tækifæra til framfara og umhverfi þar sem stutt er við félagsfólk svo það geti dafnað.
Ég bið um þitt atkvæði svo við getum saman haft áhrif og byggt upp bjartari framtíð fyrir félagsfólk VR.