Styrmir Jökull Einarsson

Fæðingardagur og -ár
21. ágúst 2003

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég er verslunarstjóri hjá Bónus í Garðabæ og hef aðeins starfað hjá Bónus frá því ég byrjaði að vinna, en ég byrjaði þar 14 ára. Þar vann ég líka samhliða námi mínu til stúdentsprófs í MR, en því lauk 2022.

Netfang: styrmir@bonus.is


Félagsstörf og starfsreynsla

Reynsla mín af félagsstörfum er takmörkuð, en í gegnum vinnu mína hef ég öðlast dýrmæta innsýn í íslenskan vinnumarkað. Ég hóf störf hjá Bónus aðeins 14 ára og varð verslunarstjóri 18 ára. Sú reynsla hefur kennt mér mikilvægi góðra starfskjara, skipulags og ábyrgðar. Ég hef séð hvernig ákvarðanir um laun og vinnuskilyrði hafa bein áhrif á daglegt líf starfsfólks. Sem stjórnandi hef ég lært að hlusta á ólíkar raddir og vinna að lausnum sem nýtast öllum.

Þessi reynsla mun nýtast mér vel í stjórn VR, þar sem ég vil leggja áherslu á að bæta kjör allra félagsmanna með raunhæfum og markvissum aðgerðum.


Helstu áherslur

Mínar áherslur lúta að því að VR einblíni á grunngildi sín og vinni markvisst að því að bæta lífskjör allra félagsmanna. Félagið á að tryggja að kjaraviðræður skili fyrst og fremst hærri launum, betri starfskjörum og auknu starfsöryggi fyrir alla. Áherslan ætti að vera á raunverulegar umbætur sem gagnast sem flestum félagsmönnum í daglegu lífi, svo félagið haldi áfram að vera öflug rödd launafólks.

VR á að vera skýrt og kraftmikið í sínum markmiðum, með stefnu sem tryggir að félagið vinni að hagsmunum allra þeirra sem treysta á það. Sterkt stéttarfélag á að sameina félagsmenn, standa vörð um réttindi þeirra og tryggja að rödd þeirra heyrist. Þannig náum við að fá fleiri með okkur í baráttuna, sérstaklega þá sem yngri eru, sem þurfa sterkari rödd og meira vægi innan félagsins.