Fæðingardagur og -ár
27. september 1954
Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni
Vinnustaður, starf og menntun
Starfa sem skrifstofustjóri hjá Hefilverki ehf.
Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1976. Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands (Cand Oecon) árið 1981.
Netföng:
reimar@isl.is
olafurreimar@gmail.com
Facebook: Ólafur Reimar Gunnarsson

Félagsstörf og starfsreynsla
Starfaði hjá EY (Ernst & Young ehf.) sem sérfræðingur á endurskoðunarsviði frá árinu 2002 til 2024 að tveim árum undanskildum en árin 2008 og 2009 starfaði ég hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Þar áður starfaði ég hjá PWC ehf. í nokkur ár.
Félagi í VR síðan 1980. Hef setið í trúnaðarráði VR í allmörg ár. Kjörinn aðalmaður í stjórn VR 2017 en sat sem fyrsti varamaður í stjórn VR þrjú ár þar á undan. Endurkjörinn í stjórnina 2019-2021 en sagði mig frá stjórnarstöfum í júní 2019. Ákvað svo að bjóða mig aftur fram til stjórnar 2023 og er nú varaformaður félagsins.
Ég hef setið í ýmsum nefndum á vegum félagsins. Ég hef verið fulltrúi á ASÍ þingum og einnig setið á þingum Landsambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) og er í stjórn LÍV. Kjörinn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) kjörtímabilið 2016 til 2019 og var varaformaður stjórnar sjóðsins það tímabil. Var endurkjörinn í stjórn LIVE 2019-2022 og var formaður stjórnar en hætti í stjórninni um haustið 2019. Bauð mig aftur fram til setu í stjórn LIVE tímabilið 2024-2028 og sit í stjórninni sem varamaður.
- Sat í stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga 2015-2016.
- Hef verið virkur í starfi UMF Stjörnunnar og er núna formaður Almenningsíþróttadeildar félagsins.
- Er félagi í Rauða Krossi Íslands.
- Var í stjórn Fjölsmiðjunnar.
- Er félagi í Rótarýklúbbnum Görðum.
Helstu áherslur
Ég hef tekið virkan þátt í starfinu og var meðal annars varamaður í framkvæmdastjórn Sjúkrasjóðs VR, aðalmaður í starfsmenntanefnd og aðalmaður í húsnæðisnefnd félagins. Ég sit nú sem aðalmaður í starfsmenntanefnd, laganefnd, kjaramálanefnd og öldungaráði og sem varamaður í umhverfisnefnd og jafnréttis- og mannréttindanefnd. Ég sit einnig í stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Segja má að þessi nefndarstörf mín fyrir VR sýni vel hvar helstu áherslur mínar liggja:
- Húsnæðismál
- Starfsmenntamál – símenntun – endurmenntun
- Jafnréttismál
- Tryggja kaupmátt þeirra launa sem við semjum um
- Hagsmunamál eldra félagsfólks
- Þeir sem eru að nálgast starfslok hafi val um hvenær þeir vilja fara af vinnumarkaði þ.e. sveigjanleg starfslok
- Lífeyrismál
- Gera vinnuumhverfið fjölskylduvænna, meðal annars með styttingu vinnuvikunnar
Ég hef lært margt og öðlast mikla reynslu á þeim árum sem ég hef starfað fyrir félagið og býð fram krafta mína enn á ný til að gera VR að enn öflugra félagi. Kæri VR félagi, þitt atkvæði skiptir máli.