Fæðingardagur og -ár
14. október 1990
Félagssvæði
Suðurland
Vinnustaður, starf og menntun
Núverandi vinnustaður er á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi þar sem ég starfa í móttöku og tilfallandi verkefnum fyrir félagsmenn Bárunnar, VR, FIT, VIRK og Festu Lífeyrissjóðs. Einnig starfa ég sem leiklistarkennari í Dansakademíunni á Selfossi og í Danskompaní í Keflavík.
Ég er með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum frá árinu 2015, útskrifuð frá Kvikmyndaskóla Íslands úr leiklist og kvikmyndagerð árið 2021 og er nú í Viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun í Háskólanum á Bifröst.
Netfang: maraceli123@gmail.com
Instagram: maraceli123

Reynsla af félagsstörfum
Í gegnum tíðina hef ég verið dugleg að sitja í nefndum tengdum hagsmunagæslu samnemenda eða samstarfsfélaga.
Árið 2013-2014 var ég trúnaðarmaður hjá SFK, frá 2014-2015 sat ég í skólaráði Háskólans á Hólum, árið 2017 sat ég í stjórn LÍS (Landssamband Íslenskra stúdenta) og frá 2019-2021 var ég formaður nemendaráðs Kvikmyndaskólans.
Nú sit ég í stjórn Leikfélags Hveragerðis og hef verið þar síðan 2020. Einnig sit ég í stjórn foreldraráðs hjá Leikskólanum Óskalandi í Hveragerði.
Helstu áherslur
Mínar helstu áherslur eru að standa vörð um hagsmuni og réttindi félagsmanna. Þá er mikilvægt að öll viti hver sín réttindi eru og mikilvægt er að félag VR sé sýnilegt öllum. VR er félag sem er nú þegar mjög sýnilegt og hafa Vinnustaðaeftirlit VR, skólakynningar og samfélagsmiðlar átt stóran þátt í því. En það má alltaf gera betur, þá sérstaklega í sýnileika til erlendra félagsmanna. Kynna þarf þeirra réttindi á jafnan hátt og gert er til þeirra sem eru íslenskumælandi.
Mér þykir mikilvægt að standa vörð um kjör og vinnutíma félagsmanna sem og að styrkja orlofs- og sjóðakerfi VR. Sjóðir sem stéttarfélög halda utan um skipta oft sköpum fyrir félagsmenn, þá sérstaklega þau láglaunuðu. Ég vil geta tekið þátt í uppbyggingu sjóðanna og að styrkja önnur mál sem koma inn á borð stjórnar VR.
Ég tel mikilvægt að reglulega komist nýir einstaklingar inn í stjórnina – en til þess eru nú kosningar og skipta öll atkvæði máli. Betur sjá augu en auga og ég tel að ég geti komið að borðinu með ferska sýn og nýjungar sem geta haft áhrif.
Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa og mundu að kjósa kæri félagsmaður!