Fæðingardagur og -ár
2. júní 1974
Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni
Vinnustaður, starf og menntun
Ég er innkaupastjóri hjá Terra en byrjaði í VR 16 ára gamall þegar ég hóf störf hjá Sól hf.
Lauk námi í markaðs- og útflutningsfræðum hjá EHÍ og er með BA próf í rússnesku frá Ríkisháskólanum í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hef einnig stundað nám í viðskiptafræði og mastersnám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands.
Netfang: kfth@hotmail.com

Félagsstörf og starfsreynsla
Ég starfaði hjá Sól í 10 ár, hóf svo störf í innkaupadeild Vífilfells 2003 og varð síðar innkaupastjóri hjá Emmessís, Odda og Icelandair frá 2007 til 2023. Síðastliðinn tvö ár hef ég unnið sem innkaupastjóri hjá Terra umhverfisþjónustu. Hef langa og góða reynslu af innkaupa- og birgðastýringu sem og vörustjórnun og áætlanagerð.
Ég er mjög félagslyndur og hef m.a. gegnt formennsku í starfsmannafélögum þar sem ég hef unnið að því að efla samstöðu og bæta starfsumhverfi. Á vinnustöðum mínum hef ég skipulagt fjölbreytta viðburði sem styrkja liðsheild og stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.
Ég trúi því að góð samskipti og samheldni séu lykillinn að betri vinnuskilyrðum og aukinni starfsánægju. Sem stjórnarmaður í VR vil ég nýta þessa reynslu til að efla félagsstarf innan VR og auka samheldni félagsfólks.
Helstu áherslur
Ég hef verið félagsmaður í VR í 35 ár og ávallt notið góðs af starfi félagsins. Nú vil ég gefa til baka og leggja mitt af mörkum til að styrkja félagið enn frekar.
Með áratuga reynslu af stjórnunarstörfum hef ég lært að hlusta, taka tillit til ólíkra sjónarmiða og vinna með fólki úr fjölbreyttum hópum. Ég vil nýta þessa reynslu til að gera öflugt stéttarfélag enn öflugra.
VR þarf að vera sýnilegra, aðgengilegra og nýta tæknina betur til að tryggja að félagsfólk hafi greiðan aðgang að mikilvægum upplýsingum og úrræðum.
Breytingar á vinnumarkaði og samfélaginu öllu gerast nú á ógnarhraða og VR verður að vera leiðandi afl í að undirbúa félagsfólk fyrir nýjar áskoranir. Með aukinni upplýsingagjöf og fræðslu getum við tryggt að okkar félagsfólk sé tilbúið í þá stafrænu vegferð sem samfélagið og vinnumarkaðurinn er á. Ljóst er að tæknin er nú þegar farin að hafa áhrif á störf okkar og við þurfum að aðlaga okkur að þeim stóru breytingum sem eru handan við hornið.
Mínar áherslur snúa að því að auka styrki til endurmenntunar og starfsþróunar svo að félagsfólk geti verið vel búið undir breytingar á störfum og skapað sér tækifæri samhliða tæknibreytingum. Ég mun berjast fyrir því að auka fræðslu um nýja tækni sem tengist fjórðu iðnbyltingunni og þeim áhrifum sem hún mun hafa á okkar félagsfólk.
Vinnumarkaðurinn er að breytast hratt með tilkomu nýrrar tækni og þróunar í atvinnulífi. Stéttarfélög eins og VR þurfa að bregðast við þessum breytingum með því að tryggja að félagsfólk njóti fullnægjandi réttinda og stuðnings, óháð því hvernig og hvar þeir starfa.
T.a.m. hefur fjarvinna aukist verulega síðustu ár og mun halda áfram að þróast. VR þarf að hafa eftirfylgni með því að félagsfólk í fjarvinnu njóti sömu réttinda og þeir sem vinna á hefðbundnum vinnustað.
Ég vil sjá stéttarfélag sem er sýnilegra, aðgengilegra og nýtir tæknina til að koma mikilvægum upplýsingum áleiðis. Ég hef áratuga reynslu af því að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og vinna með fólki – og ég vil nýta þá reynslu í þágu félagsins okkar.