Jennifer Schröder

Fæðingardagur og -ár
7. apríl 1990

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég vinn hjá Eskimos, sem er fyrirtæki í ferðaþjónustu, þar sem ég skipulegg klæðskerasaumaðar ferðir um Ísland, allt eftir óskum erlendra viðskiptavina.
Ég legg stund á nám í viðskiptafræðum og stjórnun hjá Open University í Bretlandi.

Tölvupóstur: schroederj90@gmail.com
Facebook: Jennifer Schröder
Instagram: jennytomas


Félagsstörf og starfsreynsla

Ég hef alla tíð unnið í þjónustustörfum og flutti til Íslands 17 ára gömul til að sinna au-pair störfum fyrir fjölskyldu í Garðabæ. Eftir að ég kynntist Íslandi var ekki aftur snúið. Mér gekk strax vel að læra íslensku og fljótlega fór ég að vinna í ýmsum ferðatengdum störfum á borð við hjá Icelandair, þar sem ég var flugþjónn, og Iceland Travel, þar sem ég skipulagði ferðir útlendinga.

Fyrir tveimur árum ákvað ég að bjóða mig fram í stjórn VR og var ég fyrsta manneskjan af erlendum uppruna sem náði kjöri í stjórn. Þá, eins og nú, brenn ég fyrir að leiðrétta það misrétti sem á sér því miður stað á íslenskum vinnumarkaði. Kjörtímabilið hefur jafnframt verið lærdóms- og árangursríkt. Ég hef setið í jafnréttisnefnd, orlofsnefnd og er nú varamaður í miðstjórn ASÍ.

Helsta ástæða þess að ég býð mig aftur fram í stjórn VR er að mér finnst að verki mínu sé ekki lokið. Breytingar taka tíma en ég vil eins og áður leggja áherslu á að réttindi allra, bæði útlendinga og þeirra sem fæddir eru á Íslandi, séu virt af öllum, alls staðar.


Helstu áherslur

Nái ég aftur kjöri til setu í stjórn VR mun ég leggja mig alla fram fyrir alla félagsmenn en með áherslu á málefni sem skipta yngra fólk og barnafjölskyldur máli sem og málefni útlendinga á vinnumarkaðnum.

Einnig mun ég sérstaklega beita mér fyrir vaxandi þörf félagsfólks okkar fyrir aðstoð sem snýr að geðheilbrigðismálum.