Guðmundur Ásgeirsson

Fæðingardagur og -ár
28. apríl 1978

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Leiðsögn - félag leiðsögumanna, kjarafulltrúi.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Menntun í kerfisfræði og lögfræði við Háskólann í Reykjavík. BA próf í lögfræði 2018.
Jafnframt hef ég setið ýmis sérnámskeið á meistarastigi, svo sem í vinnurétti, neytendarétti, persónuverndarrétti, stjórnsýslurétti o.fl.

Netfang: gjaldmidill@gmail.com


Félagsstörf og starfsreynsla

Ég hef meira en 15 ára reynslu af starfsemi félagasamtaka af ýmsu tagi. Lengst af hjá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem ég var ritari stjórnar og varaformaður 2011-2012, starfaði sem sérfræðingur í húsnæðis- og lánamálum neytenda 2013-2021, var svo aftur varaformaður 2022-2024 og gegni nú hlutverki formanns fram að næsta aðalfundi.

Mitt fyrsta starf innan vébanda VR var í vöruhúsi heildsölufyrirtækis. Eftir það starfaði ég um tíma við hugbúnaðargerð og síðar að húsnæðis- og lánamálum neytenda um langt árabil. Undanfarið ár hef ég svo starfað sem kjarafulltrúi hjá Leiðsögn - félagi leiðsögumanna við nánast alla þætti þjónustu við félagsmenn og umsjón með skrifstofu félagsins. Þannig hef ég öðlast fjölbreytta reynslu og góða innsýn í réttinda- og lífskjarabaráttu íslenskra heimila.


Helstu áherslur

Auk hinnar hefðbundnu hagsmunagæslu og baráttu fyrir réttindum og kjörum launþega á vinnumarkaði hef ég líka áhuga á að setja lífskjaramál heimilanna í víðara samhengi. Svo sem í húsnæðismálum og öðrum þáttum sem snúa að útgjaldahlið heimilisbókhaldsins því þegar allt kemur til alls eru ráðstöfunartekjur að teknu tilliti til framfærslukostnaðar það sem mestu máli skiptir fyrir heildarafkomu og lífskjör almennings. Húsnæði er stærsti einstaki kostnaðarliður heimilanna og jafnframt sá sem hefur hækkað langmest á undanförnum árum. Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum er miklu hærra hér á landi en eðlilegt getur talist og því þarf að stemma stigu við. Viðunandi lífsafkoma og þar með talið húsnæðisöryggi telst til sjálfsagðra mannréttinda. Verkalýðsfélög gegna lykilhlutverki í því að standa vörð um þessi réttindi og berjast fyrir eflingu þeirra. Að þessum markmiðum vil ég vinna.


Ágætu félagar í VR

Ágætu félagar í VR. Ég heiti Guðmundur Ásgeirsson og er búsettur í Reykjavík.

Mitt fyrsta starf innan vébanda VR var í vöruhúsi heildsölufyrirtækis þegar ég var yngri að árum. Eftir tveggja og hálfs árs starf sótti ég mér menntun í kerfisfræði og starfaði í nokkur ár við hugbúnaðargerð. Síðar kviknaði svo hjá mér áhugi á samfélagsmálum sem átti eftir að leiða mig inn á nýjar brautir.

Árið 2011 varð ég við hvatningu um að bjóða mig fram í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og var um tíma ritari og varaformaður samtakanna. Árið 2013 var ég ráðinn til starfa þar sem sérfræðingur í húsnæðis- og lánamálum neytenda og gegndi því starfi til ársloka 2021. Samhliða þessu stundaði ég nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík þar sem ég lauk BA prófi árið 2018 og sat líka ýmis gagnleg sérnámskeið á meistarastigi, svo sem í vinnurétti, neytendarétti, persónuverndarrétti, stjórnsýslurétti o.fl. Árið 2022 bauð ég mig aftur fram í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og hef síðan þá verið varaformaður en gegni nú stöðu formanns fram að næsta aðalfundi. Undanfarið ár hef ég svo starfað sem kjarafulltrúi hjá Leiðsögn - félagi leiðsögumanna við nánast alla þætti þjónustu við félagsmenn og umsjón með skrifstofu félagsins. Þannig hef ég öðlast fjölbreytta reynslu og fengið góða innsýn frá ýmsum hliðum í baráttuna fyrir réttindum og lífskjörum íslenskra heimila.




Ég hef verið félagsmaður í VR mestan hluta starfsævinnar og það hefur alltaf reynst mér vel þegar á reynir. Ég vil því leggja mitt af mörkum til þess að svo megi áfram verða. Auk hinnar hefðbundnu hagsmunagæslu og baráttu fyrir réttindum og kjörum launþega á vinnumarkaði hef ég líka mikinn áhuga á að setja lífskjaramál heimilanna í víðara samhengi. Ekki síst í húsnæðismálum og öðrum þáttum sem snúa að útgjaldahlið heimilisbókhaldsins því þegar allt kemur til alls eru ráðstöfunartekjur að teknu tilliti til framfærslukostnaðar það sem mestu máli skiptir fyrir heildarafkomu og lífskjör almennings.

Húsnæði er stærsti einstaki kostnaðarliður heimilanna og jafnframt sá sem hefur hækkað langmest á undanförnum árum. Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum er orðið miklu hærra hér á landi en eðlilegt getur talist og því þarf að stemma stigu við. Viðunandi lífsafkoma og þar með talið húsnæðisöryggi telst til sjálfsagðra mannréttinda. Verkalýðsfélög gegna lykilhlutverki í því að standa vörð um þessi réttindi og berjast fyrir eflingu þeirra. Að þessum markmiðum vil ég vinna og þess vegna býð ég mig nú fram í kosningum til stjórnar VR, með von um góðan stuðning félagsfólks.