Eldar Ástþórsson

Fæðingardagur og -ár
29. maí 1977

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég starfa hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP Games sem Senior Brand Manager.
Ég er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og hef lært sagnfræði og stafræna miðlun. Er með meistarapróf í viðskiptastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Netfang: eldar@ccpgames.com
Facebook: Eldar Astthorsson
Instagram: eldar_astthorsson


Reynsla af félagsstörfum

Ég hef verið meðlimur í VR frá 15 ára aldri þegar ég hóf störf í kerrunum í Hagkaup Kringlunni og í kjölfarið við áfyllingar og afgreiðslu í grænmetisdeildinni. Ég sat árin 2012-2023 í trúnaðarráði VR og hef frá árinu 2020 gegnt stöðu trúnaðarmanns á mínum vinnustað.

Ég starfa í alþjóðlegu umhverfi hjá CCP Games þar sem við tvö sem sinnt höfum hlutverki trúnaðarmanna á vinnustaðnum síðustu ár höfum leitast við að veita öllu samstarfsfólki okkar, þvert á stéttfélagsaðild, aðstoð og liðveislu sé þess þörf. Þetta hefur að mínu mati gefið góða raun, bæði hjálpað samstarfsfólki, hvort sem það er í VR eða ekki, og eflt veg og virðingu félagsins. Ég tel að samstarf milli stéttarfélaga sé af hinu góða.


Helstu áherslur

Ég hef verið VR félagi í áraraðir og býð nú fram krafta mína í stjórn félagsins í fyrsta sinn. Ég tel mikilvægt að vindar nýliðunar blási um stjórnina í þessu stjórnarkjöri þar sem við félagsmenn veljum okkur sjö fulltrúa af þeim fimmtán sem stjórn VR skipa.

Mér finnst mikilvægt að VR sé áfram brautryðjandi í að þjónusta sína félagsmenn og geri þar enn betur. Að félagið starfi í takt við tímann og beiti kröftum sínum og sinna starfmanna með þeim hætti að það standi vörð um kjör, starfsþróunarmöguleika og velferð félagsmanna sinna.

Ég mun beita mér fyrir því að félagið sé öflugur málsvari allra félagsmanna, bæði verslunarfólks og líka þeirra sem starfa innan tækni, nýsköpunar og almennra skrifstofustarfa. Ég vil sjá félagið verða enn öflugra á sviði neytendamála, þau mál varða okkur öll.

Ég vil vinna fyrir félagsmenn VR og kynnast starfi VR enn betur. Leggja fram mína krafta og hugmyndir í þágu félagsmanna.