Fæðingardagur og -ár
22 apríl 1989
Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni
Vinnustaður, starf og menntun
Ég hef unnið sem tollmiðlari hjá Icetransport síðan 2018. Samhliða vinnu hef ég stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Lauk háskólabrú Keilis af viðskipta- og hagfræðibraut árið 2017. Einnig hef ég lokið við nám úr Skrifstofuskólanum og undirbúningsnám fyrir viðurkennda bókarann frá Promennt ásamt því að vera menntuð sem tollmiðlari.
Netfang: birgittara@gmail.com
Facebook: birgittar
Instagram: birgittara

Reynsla af félagsstörfum
Ég hef setið í trúnaðarráði VR síðan 2015 og tekið virkan þátt í því starfi, verið þingfulltrúi á ASÍ þingum og LÍV þingum fyrir hönd félagsins. Haustið 2023 var ég kosin inn í stjórn ASÍ-ung til tveggja ára og sit í nefndum innan ASÍ, bæði sem aðalmaður og varamaður. Var einnig trúnaðarmaður á vinnustað um tíma og var líka hluti af Ungliðaráði VR þegar það var stofnað.
Ásamt þessu hef ég setið í stjórn, bæði sem stjórnarmaður og formaður, Foreldrafélags leikskólanna í Hveragerði og einnig í foreldraráði Óskalands.
Helstu áherslur
Breyting á varasjóði - ég myndi vilja sjá styrkjakerfi sem nýtist betur því félagsfólki sem þarf á því að halda. Sjóðskerfið sem er núna nýtist ekki félagsfólki nægilega vel að mínu mati og dugar skammt ef sækja þarf til dæmis sálfræðiþjónustu.
Við þurfum að huga betur að geðheilbrigðismálum félagsfólks og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir brottfall fólks af vinnumarkaði.
Starfsmenntamál - það þarf að sjá til þess að allir hafi jafnt aðgengi að námi. Styðja betur við íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaðnum og gera þeim kleift að stunda nám á dagvinnutíma.
Virkja þarf ungt fólk innan hreyfingarinnar. Þeirra rödd er mikilvæg og þarf að heyrast!
Betra jafnvægi milli fjölskyldulífs og vinnumarkaðarins - stytting vinnuvikunnar.
Og að lokum þarf að vinna að því að desember- og orlofsuppbótin verði skattfrjáls!