Fæðingardagur og -ár
19.mars 1999
Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni
Vinnustaður, starf og menntun
Icelandair sem aðstoðarþjónustustjóri.
Stunda samhliða nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst.
Netfang: andreaa.rupa@gmail.com

Reynsla af félagsstörfum
Síðastliðin tvö ár hef ég verið trúnaðarmaður hjá farþegaafgreiðslu Icelandair. Þegar ég tek við þeirri stöðu eru að hefjast kjaraviðræður þar sem ég fyrst fæ að kynnast störfum verkalýðshreyfingarinnar almennilega og kviknaði mikill áhugi.
Þegar kjaraviðræðunum lauk í fyrra fór ég í Ungliðaráð VR þar sem okkar markmið er að gæta að hagsmunum yngra félagsfólks innan VR og hvetja fleira ungt fólk til að taka þátt í verkalýðsbaráttunni.
Helstu áherslur
Mínar helstu áherslur eru að virkja fleira ungt fólk innan verkalýðshreyfingarinnar. Af 40.000 félagsmönnum VR er ungt fólk um helmingur og vil ég koma þeirra hagsmunum á framfæri innan stjórnar og vera þeirra rödd. Sem dæmi má nefna bættar aðstæður fyrir ungt fólk í tengslum við barneignir, þá lengd og tilhögun fæðingarorlofs og jafnvel fæðingarstyrks eins og mörg önnur félög bjóða.
Mér finnst einnig mikilvægt að leggja áherslu á húsnæðisvandann sem er löngu kominn úr böndunum og varðar öll í landinu, ekki bara ungt fólk. Stór hópur ungs fólks er ósáttur við eigin stöðu og ekki vongóður á batnandi lífskjör á næstu árum sem undirstrikar mikilvægi þess að leggja áherslu á úrbætur í lífsgæðum ungs fólks.