Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

Fæðingardagur og -ár
19. maí 1974

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
VSÓ Ráðgjöf – Sérverkefni á skrifstofu. Sveinspróf í háriðn og skrifstofubraut I og II frá MK. 

Netfang
kristjana74@gmail.com 

Facebook
Kristjana í stjórn VR


Reynsla af félagsstörfum

Ég fór fyrst að taka þátt í starfi innan VR árið 2006 sem trúnaðarmaður. Sat ég í trúnaðarráði félagsins 2007-2009 og aftur 2010-2011. Þá bauð ég mig fram í stjórn félagsins og sat sem aðalmaður og varamaður á árunum 2011-2018. Ég saknaði þess mikið og bauð mig aftur fram til stjórnar 2021. Á þessum árum hef ég tekið virkan þátt í nefndarstörfum innan VR og líka innan ASÍ. Sat í umhverfisnefnd ASÍ og var varamaður í miðstjórn. Sit í starfsmenntanefnd, framtíðarnefnd, sjúkrasjóði, sinni formennsku í laganefnd og styrkjanefnd.


Helstu áherslur

Starfsmenntamál, jafnrétti og stytting vinnuvikunnar eru efst á lista hjá mér. Sem miðaldra kona sem ekki hefur lokið háskólanámi finn ég að möguleikar mínir á vinnumarkaðnum eru ekki eins og hjá þeim með lengri menntun. Þess vegna finnst mér skipta mjög miklu máli að starfsmenntun sé í boði fyrir alla og að hún sé sem fjölbreyttust. Að geta sótt námskeið og styttra nám með vinnu getur opnað margar dyr svo ég tali ekki um að efla sjálfstraust hjá fólki til að þora að taka skrefið og sækja um draumadjobbið. Stytting vinnuvikunnar skiptir okkur líka svo miklu máli. Að geta átt meiri tíma fyrir lífið. Ungt fólk í dag horfir allt öðruvísi á lífið en við gerðum fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Í dag er vinna ekki í fyrsta sæti heldur lífið og allt það sem það hefur upp á að bjóða. Auðvitað gera allir sér grein fyrir að það þurfi að vinna en það þarf líka að lifa og njóta og það er bara komið ofar á forgangslistann. Ég trúi því að við skilum af okkur betri vinnu þegar jafnvægið er meira.


Grein frá frambjóðanda 

Stytting vinnuvikunnar skiptir okkur miklu máli. Að geta átt meiri tíma með fjölskyldunni og/eða í áhugamálin skiptir fólk alltaf meira og meira máli. Ungt fólk í dag horfir allt öðruvísi á lífið en við gerðum fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Í dag er vinnan ekki í fyrsta sæti heldur lífið og allt það sem það hefur upp á að bjóða. Auðvitað gera allir sér grein fyrir að það þurfi að vinna en það þarf líka að lifa og njóta og það er komið ofar á forgangslistann. Ég trúi því að við skilum af okkur betri vinnu þegar jafnvægið er meira. Þá erum við einhvern veginn sáttari og getum þar af leiðandi gefið meira af okkur. Þetta leiðir líka vonandi til meiri jafnréttis á milli kynja. Geta verið með frjálsari vinnutíma og aðlagað sig eftir aðstæðum, fjölskyldumynstri, aldri barna/foreldra hverju sinni getur skipt sköpum og breytt miklu fyrir fólk. Meira og betra jafnvægi minnkar líkur á veikindum, kulnun, brottfalli af vinnumarkaði sem er betra fyrir samfélagið okkar í heild og sparar óteljandi mikinn kostnað á öllu kerfinu. Við lifum lengur og við þurfum að huga að því miklu fyrr. Það er of seint að fara að ætla að huga að líkama og sál þegar þú hættir að vinna. Við þurfum að gera það alla tíð og styttri vinnuvika og sveigjanleiki hjálpar okkur við það. Kannanir sem hafa verið gerðar sýna fram á að þetta allt skipti svo miklu máli. Við erum betra samfélag þegar okkur líður vel og finnum fyrir jafnvægi og við upplifum að hafa stjórnina á tíma okkar og lífi. Þess vegna skiptir svo miklu máli núna að næstu kjarasamningar hjálpi við að lækka vexti og verðbólgu til að við fáum sem mest fyrir launin okkar og að kaupmáttur aukist. Þó svo að mér finnist þetta skipta mjög miklu máli er svo mikið annað líka sem er á áherslu listanum mínum. Jafnrétti, starfsmenntamál, velferð og húsnæðismál. Þetta skiptir allt máli og þarf að haldast í hendur til að samfélagið okkar fái að vaxa og dafna. Því sterkari einstaklinga sem við höfum því betra verður samfélagið í heils sinni.


 


Ég hef starfað lengi í forystu VR og finnst þetta skemmtilegt og gefandi og mér finnst ég ennþá hana helling fram að færa. Í stjórn félagsins sitja 15 einstaklingar sem öll eru ólík með ólíkar áherslur og sýn á hvert málefni. Þetta er blandaður hópur og með því að skiptast á skoðunum og ræða málin frá ólíkum sjónarmiðum tel ég að við fáum bestu niðurstöðu fyrir félagsfólk VR. Það er fólkið sem við erum að vinna fyrir og hagur félagsfólks er alltaf það sem ég hef í huga í hverju máli fyrir sig.

Ég vona að ég fái tækifæri til að vinna áfram í að gera flotta félagið okkar enn betra og halda áfram að berjast fyrir bættu samfélagi. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn.