Ævar Þór Magnússon

Fæðingardagur og -ár
28. október 1986

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Starfa sem verkstjóri hjá Húsasmiðjunni ehf. og hef gegnt því starfi í þrjú ár. Ég er með stúdentspróf og smá reynslu af háskólanámi. Ég byrjaði starfsferil minn sem ungur drengur í sveit, þegar ég náði aldri fór ég í sumarvinnu hjá Akraneskaupstað. Ég fékk síðan starf hjá Norðurál og var þar í nokkur ár. Ég flutti til Reykjavíkur 2011 og fékk vinnu hjá Bönunum ehf. Vann hjá Eimskip á lyftara. 2018 færi ég mig síðan yfir til Húsasmiðjunnar þar sem ég hef unnið mig upp frá því að vera á gólfinu yfir í verkstjórn.

Netfang
scorpion482@gmail.com 

Facebook
Ævar Þór


Reynsla af félagsstörfum

2019 tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við Sósíalistaflokk Íslands og hef þrisvar verið á lista hjá þeim bæði í ríkisstjórnarkosningum og bæjarstjórn.
2023 tók ég síðan ákvörðunina um að bjóða mig fram í stjórn VR í fyrsta skipti og náði ég þar inn sem varamaður og hef því setið langflesta fundi sem haldnir hafa verið. Frá því ég gekk inn í stjórn VR að fullu hef ég komið að stofnun ungliðaráðs VR, verið í ýmsum nefndum og einnig tók ég sæti í húsnæðisnefnd ASÍ.


Helstu áherslur

Í dag eru kjarasamningar lausir og er aðalfókusinn hjá mér á að gera eins vel fyrir félagsfólk VR og hugsast getur í nýjum samningum. Ég er sannfærður um að þær leiðir sem við erum að fara í þessum samningum, þar sem pressa er ekki bara sett á atvinnulífið heldur stjórnsýsluna í heild sinni, sé töluvert farsælli fyrir almenning heldur en flatar launahækkanir sem étnar hafa verið upp áður en skrifað er undir.

Sem verkamaður í verslunarstarfi tel ég mig vera með ágæta tengingu við hvernig okkar fólk hefur það og hef ég fullan áhuga á að halda áfram að starfa fyrir okkar fólk og koma að breytingum sem hafa þýðingu ekki bara fyrir okkur, heldur samfélagið í heild sinni.