Öldungaráð VR

Hlutverk Öldungaráðs er að vera stjórn VR ráðgefandi varðandi stefnu VR í málefnum 60+ félaga í VR.

Fulltrúar í Öldungaráði kjörtímabilið 2023 - 2025 eru:

Benedikt Sigurðarson
Bjarni Þór Sigurðsson
Erla Halldórsdóttir
Gísli Jafetsson
Ólafur Reimar Gunnarsson
Selma Björk Grétarsdóttir

Öldungaráð VR er skipað þremur fulltrúum stjórnar VR og þremur kosnum fulltrúum úr hópi félaga VR sem eru félagar í Öldungadeild VR. Formaður Öldungaráðs á sæti í trúnaðarráði VR.

Hlutverk Öldungaráðs er að vera stjórn VR ráðgefandi varðandi stefnu VR í málefnum 60+ félaga í VR. Vinna í samvinnu við önnur stéttarfélag og hagsmunasamtök eldri borgara fyrir réttindum eldra félagsfólks VR gagnvart atvinnurekendum, lífeyrissjóðum, sveitarfélögum og ríkisvaldi.

Öldungaráð VR hefur m.a. mótað kröfugerð VR fyrir hönd eldri félaga VR í tengslum við kjarasamninga, sem mun vera í fyrsta sinn sem stéttarfélag mótar sérstaka kröfugerð fyrir eldra félagsfólk. Auk þess hefur Öldungaráð VR komið að gerð tveggja sjónvarpsþátta til að leggja áherslu á baráttumál VR fyrir hönd eldra félagsfólks, þann fyrsta í tengslum við alþingskosningar 2021 og þann síðari í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2022. Öldungaráð VR heldur auk þess kynningarfundi fyrir félaga í Öldungadeild VR, ásamt því að vinna með Gráa Hernum, Landssambandi Eldri Borgara og Samtökum Leigjenda að sameiginlegum hagsmunum eldra félagsfólks.

Hægt er að hafa samband við Öldungaráð VR á netfangið vr@vr.is 

Starfsreglur og hlutverk Öldungadeildar VR

1.gr.
Öldungaráð VR er umræðu- og samráðsvettvangur eldra fólks í félaginu. Öldungaráð VR skal vera stjórn VR ráðgefandi um málefni sem tengjast eldra félagsfólki, 60 ára og eldra.

Markmið ráðsins er að sjá til þess að hagsmunamál eldra félagsfólks séu ávallt á dagskrá félagsins.

Hlutverk öldungaráðs VR er að:

  • Gæta að hagsmunum eldra félagsfólks VR.
  • Veita eldra félagsfólki VR vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri.
  • Hvetja eldra fólk til þátttöku í verkalýðsbaráttunni, hafa áhrif á samfélag sitt og berjast fyrir auknum lífsgæðum.
  • Í samvinnu við önnur stéttarfélög og hagsmunasamtök eldri borgara standa fyrir rannsóknum, viðburðum og ráðstefnum til stuðnings baráttu eldra félagsfólks.
  • Álykta um málefni og baráttumál eftir því sem við á, til stuðnings stefnu VR í málefnum eldra fólks.

2.gr.
Öldungaráð VR skal skipað 6 fulltrúum, sem skipta sjálfir með sér verkum. Í Öldungaráð VR er skipað annað hvert ár þar sem 3 kosin af félagsfólki, 65 ára og eldra, til tveggja ára í senn, auk 2 til vara. Sú kosning fer að jafnaði fram að afloknum kosningum til stjórnar VR. 3 eru tilnefnd af stjórn VR á fyrsta stjórnarfundi eftir að kosning til Öldungaráðs fer fram og að auki situr formaður VR jafnan í Öldungaráði VR með fullan atkvæðarétt. Leitast skal við að í ráðinu sé jöfn kynjaskipting. Ráðið hefur starfskraft VR sér til handa.

3.gr.
Öldungaráð VR fundar að jafnaði annan hvern mánuð eða oftar ef þurfa þykir. Ráðið kemur hugmyndum til stjórnar félagsins til nánari ákvarðana og framkvæmda.