Réttindaflutningur

Réttindaflutningur milli stéttarfélaga og sjóða

Réttindaflutningur í starfsmenntasjóð – Flutningur á félagasögu
Starfsmenntasjóðir VR/LÍV félaga, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) og Starfsmenntasjóður verslunarinnar (SV) eru með samning við Starfsafl (Efling), Landsmennt (félög á landsbyggðinni), Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt um flutning á félagasögu á milli þessara sjóða.

Tvær leiðir:

  1. Sækja um flutning frá VR.
    Starfsfólk VR sendir eftirfarandi umsóknareyðublað á félaga. Félaginn sendir svo útfyllt blað aftur til VR. Þannig er komið skýrt umboð frá félaga um að það megi senda þessi gögn á milli stéttarfélaga (sem flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar). Þegar útfyllt umsóknareyðublað hefur borist skal senda gögnin á starfsmennt@starfsmennt.is
  2. Sækja um flutning til VR.
    Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublað sem verður að fylgja beiðninni til VR. VR félagi þarf að hafa samband við stéttarfélagið sem hann var áður hjá og óska eftir því að félagið sendi iðgjaldasögu og upplýsingar um og hvort viðkomandi hafi fengið starfsmenntastyrk frá þeim á síðustu 36 mánuðum til VR með tölvupósti. Gögn um iðgjaldasögu sendast á starfsmennt@starfsmennt.is ásamt útfylltu umsóknareyðublaði.

Réttindaflutningur í sjúkrasjóð
Sjúkrasjóður VR er með samkomulag við öll félög innan ASÍ sem á að tryggja félagsmönnum full réttindi í sjúkrasjóðum. Þegar óskað er eftir réttindaflutningi í Sjúkrasjóð VR er málið sent á sjukrasjodur@vr.is og starfsfólk sjóðsins tekur við.

Réttindaflutningur vegna greiðslna í vitlaust stéttarfélag
Óski fólk eftir réttindaflutningi til eða frá VR þar sem það var að greiða í vitlaust félag þarf að skoða hvert slíkt dæmi fyrir sig og sér kjaramálasvið um það. Allar fyrirspurnir varðandi slíkan réttindaflutning berist því á kjaramal@vr.is.