Vaktsími umsjónarmanns er 820 1791.
Opnunartími vaktsíma:
- Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00-17:00
- Föstudaga frá kl. 9:00-20:00
- Laugardaga frá kl. 10:00-16:00
- Sunnudaga – lokað
Nýjan gaskút má nálgast í læstum skáp sem er staðsettur við gáma. Húslykill gengur að skápnum.
Komu- og brottfarartímar
- Vetrartímabil orlofshúsa VR er frá ágúst/sept. til maí/júní. Komutími er kl. 17:00 og brottför kl. 12:00.
- Sumartímabilið er frá maí/júní til ágúst/sept. Komutími er kl. 17:00 og brottför kl. 12:00.
Umgengnisreglur í orlofshúsum VR
- Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
- Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón, sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.
- Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, ræsta húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Sjá gátlista á vegg.
- Leigjandi skal koma til dvalar í húsinu á skiptidegi (nánar í leigusamningi).
- Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver.
- Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða með bílaumferð á orlofshúsasvæðinu.
- Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt.
Nágrennið
Sandkassi er við hvert hús. Einnig eru fjórir leikvellir með rólum, rennibraut og vegasalti. Sparkvöllur, körfuboltavellir og mínígolf eru á svæðinu. Búið er að setja upp ný tæki á svæðinu, ærslabelgur er á staðnum, aparóla og frisbígolf. Í nágrenni við Miðhúsaskóg eru Laugarvatn og Úthlíð, en þar má finna víðtæka þjónustu.
Sjá nánar um orlofshús VR á Suðurlandi hér.
Upplýsingar um afþreyingu á Suðurlandi er að finna á www.south.is