Félagsgjald VR er 0,7% af launum. Allir sem hafa greitt félagsgjald í einn mánuð eiga rétt á aðstoð kjaramáladeildar og sjúkradagpeningum. Til að verða fullgildur félagsmaður og eiga rétt á þeim fríðindum sem því fylgir, þarf að hafa greitt lágmarksfélagsgjald á síðustu 12 mánuðum.
Á móti félagsgjaldi þínu greiðir atvinnurekandi sem hér segir: 1% í sjúkrasjóð, 0,25% í orlofssjóð, 0,30% í starfsmenntasjóð og 0,10% í endurhæfingarsjóð.
Þjónusta í boði hjá VR
-
- VR gerir kjara- og fyrirtækjasamninga
- VR aðstoðar við útreikning launa, túlkun kjarasamninga og lausn ágreiningsmála á vinnustað
- VR aðstoðar við gerð ráðningarsamninga
- VR veitir lögfræðiaðstoð vegna kjaramála og innheimtu launakrafna, m.a. vegna gjaldþrota fyrirtækja
- VR gerir á hverju ári launakönnun og könnun á fyrirtæki ársins til viðmiðunar fyrir félagsmenn
- VR stendur fyrir herferðum í fjölmiðlum til að vekja athygli á ýmsum málum, s.s. launamun kynjanna, einelti og kynferðislegri áreitni
- VR minnir á rétt félagsmanna sinna, s.s. launahækkanir, orlofs- og desemberuppbót og hvíldartíma með auglýsingum í fjölmiðlum.
- VR er aðili að ASÍ
-
- Sjúkradagpeningum eftir að veikindarétti lýkur (80% af launum) í allt að 270 daga
- Slysadagpeningum vegna slysa í frítíma (80% af launum)
Sjúkradagpeningum vegna áfengismeðferðar (80% af launum). - Dagpeningum vegna veikinda barna yngri en 18 ára (80% af launum) í allt að 270 daga
- Dánarbótum vegna barna að 18 ára aldri
- Örorkubótum vegna slyss í frítíma
- Ráðgjöf í samstarfi við VIRK endurhæfingarsjóð
- Dánarbótum
-
- Þú átt kost á að leigja orlofshús VR allan ársins hring
- Hefur kost á því að kaupa gjafabréf hjá Icelandair
- Sala á útilegu-, veiði-, og golfkortinu.
-
Starfsmenntasjóðir standa félagsmönnum til boða ef þeir vilja auka hæfni sína og menntun. Félagsmenn VR geta sótt um styrki vegna starfsnáms, tómstundanáms og ferðakostnaðar samkvæmt reglum sjóðanna.
-
VR varasjóður sameinar réttindi félagsmanna í mismunandi sjóðum í einn sjóð sem þeir geta nýtt af meiri sveigjanleika en áður hefur verið. Í sjóðinn renna fjármunir sem áður voru notaðir til styrkja af ýmsu tagi úr sjúkrasjóði og tiltekinn hluti af iðgjöldum í orlofssjóð.
Félagsmenn hafa áfram val um að nýta varasjóð sinn til þessara þátta en fá nú að auki þann möguleika að safna í sjóð til að nota í stærri verk eða til að mæta áföllum á lífsleiðinni.