Fyrir fjölmiðla

Hér má finna upplýsingar um VR sem ætlaðar eru fjölmiðlum.

VR var stofnað sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt og varð hreint launþegafélag 28. febrúar 1955. Árið 2006 var nafni félagsins breytt í VR.

Tilgangur VR er að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsfólks.

Formaður VR

Halla Gunnarsdóttir tók við embætti formanns VR í desember 2024. Hún var áður varaformaður félagsins og hafði setið í stjórn síðan árið 2022. Halla er alþjóðastjórnmálafræðingur og kennari að mennt. Meðfram störfum formanns starfar hún í Kokku á Laugavegi og hefur gengt ýmsum ólíkum störfum yfir starfsævina. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og áður sem aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar og síðar ráðgjafi ríkisstjórnar í jafnréttismálum.

Halla bjó og starfaði í London í nokkur ár og starfaði þar bæði á lögmannsstofu og á skrifstofu breska Kvennalistans (Women‘s Equality Party). Í frístundum sínum fæst Halla við skriftir og auk ljóðabóka og fræðibókar liggur eftir hana ævisaga Guðrúnar Ögmundsdóttur sem kom út árið 2010.

Halla hefur verið virk í félagsmálum og situr nú í stjórn New Economics Foundation í Bretlandi sem er hugveita á sviði efnahagsmála.

Sjá litmynd


Framkvæmdastjóri og forstöðumenn VR

Framkvæmdastjóri VR er Stefán Sveinbjörnsson sem hóf störf hjá félaginu í september 2013. Stefán starfaði áður sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Háskólans á Bifröst. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BS próf í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. 

Sviðsstjóri fjármála-og rekstrarsviðs er Oddur Gunnar Jónsson. Hann hóf störf hjá VR árið 2018.

Sviðsstjóri kjaramálasviðs er Bryndís Guðnadóttir. Hún hóf störf hjá VR árið 2007.

Sviðsstjóri mannauðssviðs er Herdís Rán Magnúsdóttir sem hóf störf hjá VR árið 2009.

Sviðsstjóri samskiptasviðs er Steinunn Böðvarsdóttir sem hefur starfað hjá VR frá árinu 1999.

Sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs er Haukur Hannesson. Hann hóf störf hjá VR 2024.

Sviðsstjóri þjónustusviðs er Þórarinn Þórsson sem hóf störf hjá VR árið 2013.