Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Verslun_02.jpg

Launakönnun - 31.03.2015

Minnum á að laun á að greiða 1. apríl

Samkvæmt kjarasamningum VR á að greiða laun fyrsta dag mánaðar. Laun fyrir mars á því að borga í síðasta lagi á morgun. Ekki er heimilt að fresta launagreiðslum fram yfir páska. 

Í gr. 1.9 í kjarasamning VR og Samtaka atvinnulífsins segir eftirfarandi: 

„Útborgun launa skal fara fram mánaðarlega fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Beri þann dag upp á frídag skal borga út síðasta virka dag mánaðarins.“ 

Við viljum því benda atvinnurekendum á að laun fyrir marsmánuð á að borga í síðasta lagi á morgun, miðvikudaginn 1. apríl.