Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Launakönnun - 09.08.2004
Fjölmenni á kynningu á niðurstöðum launakönnunar VR
Það sem ber einna hæst er að launamunur kynjanna hefur minnkað, hann er nú 22% miðað við heildarlaun. Þá sýnir könnunin að launaviðtalið, sem VR samdi um í kjarasamningum árið 2000, er að skila verulegum kjarabótum. Sjá fréttir hér að neðan. Niðurstöðurnar sýna einnig að gott form og snyrtimennska geta skipt máli fyrir launin, þeir sem leggja mikla áherslu á að halda sér í formi og koma vel fyrir fá hærri laun en þeim sem er nokk sama um þessa hluti. Það sýnir sig hins vegar að öllu má ofgera.