6,1% hækkun heildarlauna milli ára
Launakönnun
08.05.2018
Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um 6,1% milli janúar 2017 og janúar 2018, samkvæmt launakönnun VR fyrir árið 2018. Grunnlaun hækkuðu um 5,9%. Kynbundinn launamunur mælist nú 10% og hefur ekki breyst marktækt frá árinu 2001. Vinnutíminn styttist og er kominn undir 43 stundir á viku að meðaltali í fyrsta skipti.