Ekki láta streituna ráða för
Greinar
28.08.2018
Haustið er handan við hornið, flestir vinnustaðir eru að endurheimta starfsfólkið eftir sumarfrí og skólar, leikskólar og frístundastarf eru að hefjast af fullum krafti. Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. Þegar álag verður of mikið, sérstaklega ef við upplifum að við erum farin að „ströggla“, getur það haft neikvæð áhrif á heilsu okkar, andlega sem og líkamlega. Við förum að finna fyrir streitu.