Almennar fréttir - 27.05.2021
Yfirlýsing frá stjórn VR um forgangsröðun í bólusetningu
Um leið og stjórn VR fagnar afléttingu grímuskyldu í verslunum, og á öðrum vettvangi, vill hún minna á að stór hluti afgreiðslufólks er ungt fólk sem enn er óbólusett og er því enn á ný sett í þá stöðu að vera í hvað mestri smithættu.
Stjórn VR skorar þess vegna á sóttvarnaryfirvöld að færa verslunarfólk í framlínu tafarlaust í forgangshóp bólusetningar. Þetta er fólkið sem hefur staðið vaktina og lyft grettistaki við að halda þjóðfélaginu gangandi á meðan að stór hluti þjóðarinnar gat dregið sig í hlé frá samskiptum og einnig unnið heima í öruggri fjarlægð frá nánum samskiptum á hættulegum tímum.
Við biðjum stjórnvöld um að sýna þessu fólki þá umhyggju, þakklæti, og virðingu sem það á skilið fyrir sína þjónustu og hugrekki – setjum verslunarfólk í framlínu í forgang bólusetninga.
Stjórn VR