Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 18.10.2022
Yfirlýsing frá stjórn VR
Menntaskólanemar hafa verið áberandi undanfarið í kröfum sínum gagnvart skólastjórnendum hvað varðar viðbrögð við tilkynningum um kynferðisbrot. Ljóst er að verkferlum hefur verið ábótavant í þessum málaflokki, bæði innan skóla og á vinnumarkaðnum.
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur nú brugðist við kröfum nemenda og er fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaráætlun í kynferðisbrotamálum.
Stjórn VR fagnar þessu og hvetur alla skóla til að innleiða slíka aðgerðaráætlun.
Skóli er vinnustaður nemenda.
Stjórn VR