Almennar fréttir - 15.11.2024
VR styður kjarabaráttu kennara
Stjórn VR lýsir yfir áhyggjum af stöðunni í kjaradeilu kennara og viðsemjenda þeirra og áhrifum á börn og fjölskyldur. Kjaradeilur á vinnumarkaði hafa óhjákvæmilega áhrif á launafólk og hvetur stjórnin aðila til að finna ásættanlega lausn eins fljótt og auðið er.
Að því sögðu lýsir stjórn VR yfir fullum stuðningi við baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Kennarar, rétt eins og annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði, hafa óskoraðan rétt til að krefjast kjarabóta, á þann hátt sem þeir telja best.
14. nóvember 2024
Stjórn VR