Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mynd104.JPG

Almennar fréttir - 29.01.2020

VR styður baráttu Eflingar

Nú þegar stefnir í að Efling stéttarfélag fari með hluta félagsmanna sinna, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, í verkföll vill VR að það komi fram að félagið styður og stendur við bak Eflingar stéttarfélags í þessari baráttu. Lykilatriðið í kröfum Eflingar er leiðrétting á kjörum lægst launuðu starfsmanna borgarinnar sem nú eru á launum sem duga ekki til framfærslu. Að geta lifað með mannlegri reisn af launum sínum hlýtur að vera eitt grundvallar mannréttinda- og baráttumál verkalýðshreyfingarinnar.

VR tekur því heilshugar undir með öllu því baráttufólki innan Eflingar sem sett hefur þetta réttlætismál á oddinn í þeirra kjaraviðræðum og óskar þeim farsællar niðurstöðu.

Stjórn VR.