Almennar fréttir - 11.12.2024
VR-Skóli lífsins þakkar fyrir 10 ára afmælisárið!
VR- Skóli lífsins fagnaði 10 ára starfsafmæli í ár en skólinn er netnám með skemmtilegum myndböndum og verkefnum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Netnámið er notað í framhaldsskólum landsins en einstaklingar geta einnig skráð sig beint á vefsíðu námsins.
Í tilefni afmælisins stóð VR fyrir leik fyrir þá nemendur sem kláruðu netnámið á árinu sem voru um 1.100 talsins. 10 vinningshafar voru dregnir út 10. hvers mánaðar frá janúar til maí og svo aftur frá september til desember. Það voru því alls 90 nemendur sem unnu 10.000 kr. gjafabréf hjá YAY! Til hamingju með það vinningshafar.
Niðurstöður könnunarinnar voru mjög jákvæðar en 80% nemenda sögðu að þau myndu mæla með náminu við aðra og yfir 90% svarenda sögðu að námið kæmi til með að nýtast þeim vel eða mjög vel. Einnig sögðust yfir 50% nemenda hafa lært eitthvað nýtt. VR þakkar fyrir góðar móttökur og ánægjuna með netnámið og minnir á að netnámið sinnir mikilvægu forvarnarstarfi fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.