Almennar fréttir - 26.02.2024
VR-Skóli lífsins 10 ára!
VR- Skóli lífsins er netnám með skemmtilegum myndböndum og verkefnum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Það hóf göngu sína árið 2014 hjá VR og er því 10 ára á þessu ári! VR fagnar því að efnið lifi enn góðu lífi og þjóni mikilvægum tilgangi í forvarnarstarfi VR fyrir ungt fólk á vinnumarkaði. Nú er efnið notað inni í framhaldsskólum landsins. Gerð var könnun meðal þátttakenda fyrir 10 ára afmælið og 92% svarenda segja að þau telji að VR-Skóli lífsins muni nýtast þeim vel.
Í tilefni afmælisins er VR með leik fyrir þá nemendur sem klára netnámið árið 2024. Til að komast í pottinn þurfa nemendur að klára örstutta könnun um efnið eftir að hafa farið í gegnum netnámið. Dregnir verða 10 vinningshafar 10. hvers mánaðar frá janúar-apríl og svo aftur september-nóvember. Samtals verða því 70 vinningshafar sem vinna 10.000 kr. gjafabréf hjá YAY.
Nú þegar hafa 10 heppnir fengið gjafabréf í janúar og dregið verður út í vikunni fyrir febrúar. VR þakkar fyrir góðar móttökur og ánægjuna með netnámið.