Almennar fréttir - 17.03.2025
VR óskar eftir framboðum til Öldungaráðs VR
Hlutverk Öldungaráðs er að vera stjórn VR ráðgefandi varðandi stefnu VR í málefnum félaga 60 ára og eldri í VR og samkvæmt 2. gr. starfsreglna Öldungaráðs skal það skipað 6 fulltrúum annað hvert ár og kjörtímabil fulltrúa í ráðinu er tvö ár í senn.
Þrír fulltrúar í Öldungaráði eru valin í kosningu af fullgildum félögum í VR sem eru 65 ár og eldri og fer sú kosning fram í kjölfar kosninga til stjórnar VR.
Vegna þessa er óskað eftir framboðum frá fullgildum félögum í VR sem náð hafa 65 ára aldri og uppfylla skilyrði VR um hæfi stjórnarmanna (sjá 11. gr. laga VR). Rafræn kosning fer fram dagana 31. mars – 3. apríl 2025. Gert er ráð fyrir að kjörnir verði þrír aðalmenn og tveir til vara.
Þau sem óska eftir að vera í framboði til Öldungaráðs VR eru beðin um að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn og kennitölu, passamynd og stuttum kynningartexta (100 til 150 orð) á netfangið oldungarad@vr.is fyrir 20. mars 2025.
Kynning frambjóðenda verður aðgengileg á vef VR.