Vr Fanar 1

Almennar fréttir - 14.11.2024

VR krefur stjórnmálin um svör

VR hefur sent á alla stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum fjórar spurningar og óskar svara. Spurt er um afstöðu flokkanna til niðurskurðarstefnu og til hvaða aðgerða þeir hyggjast grípa eftir kosningar, hljóti þeir umboð kjósenda. Flokkarnir hafa til mánudagsins 18. nóvember að skila og eru svör þegar farin að detta í hús.

Fyrirhugað er að birta svörin á vef VR og samfélagsmiðlum. Spurningarnar eru birtar hér að neðan.

  1. Hver eru að ykkar mati mikilvægustu úrræðin til að takast á við efnahagsvandann og koma til móts við þau heimili sem bera þyngstu byrðarnar af verðbólgu og hávaxtastefnu?
  2. Teljið þið að ráðast þurfi í niðurskurð á ríkisútgjöldum og ef svo hvar á sá niðurskurður að koma niður og hversu háar upphæðir eru undir?
  3. Með hvaða hætti hyggist þið tryggja tekjuöflun fyrir ríkissjóð svo standa megi undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu, til dæmis til að leggja vegi, treysta heilbrigðisþjónustu um allt land og byggja hjúkrunarheimili? Teljið þið þörf á að auka skatta eða gjaldtöku á almennt launafólk?
  4. Teljið þið þörf á að auka valdheimildir ríkissáttasemjara eða draga úr styrk stéttarfélaga og ef svo, með hvaða hætti?