Almennar fréttir - 01.10.2020
VR eykur sértæka þjónustu við félagsmenn sína sem eru í atvinnuleit
Í vor þegar lá fyrir að atvinnuleysi myndi aukast setti VR af stað verkefni með það að meginmarkmiði að auka þjónustu sína við þá félagsmenn sem eru að takast á við atvinnumissi sökum þeirrar óvenjulegu stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði.
Nýja þjónustan felur í sér ráðgjöf, fræðslu og aðstoð við að kanna tækifæri í starfsleit. Nú er hægt að hafa samband við sérstaka atvinnuráðgjafa VR með fyrirspurnum á netfangið atvinnumal@vr.is eða í síma 510 1700. Þessi þjónusta er í þróun og frekari upplýsingar um starfssvið atvinnuráðgjafa munu birtast innan skamms á vefsíðu VR.
Þjónustan verður einnig í formi aukinnar fræðslu og námskeiða og VR bendir sérstaklega á hópmarkþjálfunarnámskeið fyrir atvinnuleitendur sem fara af stað þann 6. október og 12. október næstkomandi. Fyrstu hópmarkþjálfunarnámskeiðin voru haldin í september og mikil ánægja með þau á meðal þátttakenda. Tvö námskeið eru í boði á ólíkum tímum í október og þeim stýrt af alþjóðlega vottuðum markþjálfum. Við vekjum athygli á því að vegna sóttvarnarráðstafana er mjög takmarkmað pláss á námskeiði
Námskeiðin og þjónustan eru í boði fyrir fullgilda félagsmenn VR og er þeim að kostnaðarlausu.