Almennar fréttir - 08.09.2022
VR býður félagsfólki upp á áhugaverða viðburði í haust
VR hefur um árabil boðið félagsfólki sínu upp á hinu ýmsu áhugaverðu viðburði og verður engin undantekning á því í haust.
Félagið heldur áfram að bjóða upp á rafræna hádegisfyrirlestra en slíkt fyrirkomulag hefur mælst mjög vel fyrir hjá félagsfólki VR og mun fleiri sem hafa nýtt sér að horfa rafrænt en komu áður í hús til okkar. Þá eru hádegisfyrirlestrarnir textaðir með enskum texta og því enn fleiri sem geta notið þeirra en áður.
Stafræni hæfniklasinn – hvað er nú það?
Fimmtudaginn 13. október (athugið breytta dagsetningu) frá kl. 12:00-12:45 fjallar Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, um hæfniklasann og hvernig starfsemi hans getur nýst fyrirtækjum á sinni stafrænu vegferð. Fyrirlestrinum er streymt á auglýstum tíma og opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.
Smelltu hér til að lesa meira um fyrirlesturinn og skrá þig.
Fjarvinna og samskipti
Fimmtudaginn 20. október frá kl. 12:00-12:45 ætlar Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, að fara yfir góð ráð varðandi hvernig er t.d. hægt að halda góðu sambandi við yfirmann og vinnufélaga. Hún mun einnig ræða hvernig fjarvinna hefur áhrif á teymisvinnu og félagsleg tengsl, hvaða vandamál koma upp í fjarvinnuumhverfi og hvernig er hægt að ráða fram úr þeim. Fyrirlestrinum er streymt á auglýstum tíma og opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.
Smelltu hér til að lesa meira um fyrirlesturinn og skrá þig.
Sálrænt öryggi í teymum
Fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 12:00-12:45 fjallar Kristrún Anna Konráðsdóttir, MPM, ACC vottaður markþjálfi og rekstrarfræðingur, um hvað sálrænt öryggi er og hvernig það birtist í teymum. Einnig fer hún yfir praktísku hlutina varðandi hvað er hægt að gera til að byggja upp og viðhalda sálrænu öryggi innan teyma. Fyrirlestrinum er streymt á auglýstum tíma og opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.
Smelltu hér til að lesa meira um fyrirlesturinn og skrá þig.
Námskeið fyrir félagsfólk
VR býður félagsfólki einnig upp á tvö námskeið og verða þau bæði haldið með blönduðu fyrirkomulagi, það er að segja bæði sem staðfundur og fjarfundur.
Streita – vinur í raun?
Fyrra námskeiðið nefnist „Streita – vinur í raun?“ en það er Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir sem fer yfir hvað streita er, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg. Undið er ofan af ranghugmyndum um streitu og hvaða áhrif hún hefur á seiglu okkar. Kristín segir einnig frá seiglu- og streituráðum sínum sem hún kallar „H-in til heilla“.
Smelltu hér til að lesa meira um námskeiðið og skrá þig.
Að nýta bestu ár ævinnar
Seinna námskeiðið er sérstaklega ætlað eldra félagsfólki VR sem er að hætta störfum á vinnumarkaðnum. Það er Ásgeir Jónsson, MBA og alþjóðlega vottaður markþjálfi, sem stýrir námskeiðinu „Að nýta bestu ár ævinnar“ en námskeiðið verður haldið dagana 8. og 9. nóvember frá kl. 09:00-12:00 báða dagana. Á námskeiðinu fjallar Ásgeir um markmiðasetningu, næringu, hugarfar og ýmislegt sem lýtur að fjármálum.
Smelltu hér til að lesa meira um námskeiðið og skrá þig.
Námskeið fyrir trúnaðarmenn
Þá býður VR trúnaðarmönnum sínum á gagnleg námskeið sem nýtast þeim í starfi þeirra sem trúnaðarmenn og býður þeim auk þess til hádegisverðar með formanni félagsins.