Almennar fréttir - 30.11.2021
VR blaðið er komið út! 4. tbl. 2021
Síðasta tölublað ársins af VR blaðinu er komið út. Blaðið er farið í dreifingu og ætti að berast félagsfólki í vikunni. Í blaðinu kennir ýmissa grasa en eins og alltaf á þessum árstíma minnum við á réttindi félagsfólks í jólaösinni og má finna góðar upplýsingar um þau í blaðinu.
Í blaðinu má finna umfjöllun um þriðju vaktina og viðtal við Huldu Jónsdóttur Tölgyes, sálfræðing.
Þrír VR félagar segja frá því hvaða leið þeir fóru til þess að sækja um styrk í Starfsmenntasjóðnum en leiðirnar eru þrjár; félagi sækir sjálfur um, fyrirtækið sækir um eða félagi og fyrirtæki sækja um sameiginlegan styrk í sjóðinn.
Hvað er raunfærnimat? Þú kemst að því í blaðinu! Með raunfærnimati fær einstaklingur staðfestingu á þeirri færni sem hann býr yfir og þannig opnast möguleikar á að meta færni til dæmis til styttingar náms eða til stuðnings við að efla sig enn frekar í starfi.
Hildur Margrét Hjaltested, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, fjallar um rafræna vöktun á vinnustöðum og ræðir slíka vöktun við Hermann Guðmundsson, fulltrúa VR í vinnustaðaeftirlitinu.
Þá er verslunarfólk í Kringlunni tekið tali og það spurt út í jólaverslunina og uppáhalds jólahefðina.
Fastir liðir eins og venjulega eru á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.