Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Myndmedfrett Vrbladid

Almennar fréttir - 06.10.2023

VR blaðið er komið út!

Annað tölublað ársins 2023 af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir komið að uppgjöri þjóðar gegn óréttlæti, misskiptingu og spillingu í grein sem hann skrifar í blaðið.
Hátt vaxtastig hefur ýtt meginþorra kaupenda út í verðtryggð lán en í blaðinu er farið yfir nokkur atriði varðandi húsnæðislán.

Fjögurra daga vinnuvika er framtíðin en í komandi kjaraviðræðum gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga eða sem svarar til 32 stundum á viku. Farið er yfir málið í blaðinu.

Fjallað er um fyrsta verkefni Blævar en fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðahúsum félagsins var tekin í Úlfarsárdal í sumar.

Farið er yfir viðræðuáætlun VR/LÍV við Samtök atvinnulífsins í blaðinu en kjarasamningar renna út þann 31. janúar næstkomandi.

Leiðari formanns, krossgátan og viðtal við trúnaðarmann eru á sínum stað í blaðinu.

Smelltu hér til að lesa blaðið.