Almennar fréttir - 19.09.2022
VR blaðið er komið út!
Annað tölublað ársins 2022 af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í blaðinu er kröfugerð VR gagnvart Samtökum atvinnulífsins birt í heild sinni en núverandi kjarasamningur rennur út þann 1. nóvember næstkomandi. Áhersla er lögð á kjaramál í blaðinu en fjallað er um vinnustöðvun og verkföll og veikindarétt í fjarvinnu svo eitthvað sé nefnt. Þá fer Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR yfir stöðuna í húsnæðismálum en VR hefur tekið forystu í þeim málaflokki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í aðdraganda kjarasamninga er stiklað á helstu hugtökum sem gott er að þekkja og farið yfir skilgreiningar þeirra.
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fjallar um heilbrigð mörk á vinnustöðum og þau ýmsu atriði sem geta hjálpað okkur við að skilja og vinna með þessi mörk.
45. sambandsþing ASÍ verður haldið í október og er farið yfir helstu áhersluatriði sambandsins í blaðinu.
Fastir liðir eru á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.
Við minnum félagsfólk á að það getur afþakkað blaðið í prentaðri útgáfu og skráð sig fyrir rafrænu eintaki á Mínum síðum.