Vrbladid Frettamynd

Almennar fréttir - 03.03.2025

VR blaðið er komið út!

Fyrsta tölublað ársins 2025 er komið út og er því dreift til félagsfólks i pósti. Helsta umfjöllunarefni blaðsins eru kosningar í félaginu en fjögur bjóða sig fram til formanns VR og 16 til stjórnar. Sjá nánar á bls. 10- 28.

Fyrstu íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum íbúðafélagsins VR Blævar voru afhentar leigjendum við hátíðlega athöfn í janúar síðastliðnum.

Fjallað er um hækkanir á opinberum gjaldskrám en slík gjöld snerta flest og hafa áhrif á heimilisbókhaldið.

Verkefnið Ræktum vitið markar nýtt skref í þróun menntunar, starfsþekkingar og hæfni starfsfólks í verslun og þjónustu á Íslandi. Nánar er fjallað um verkefnið og vefsíðu þess í blaðinu.

Fastir liðir eru á sínum stað í blaðinu, leiðari, viðtal við trúnaðarmanninn og krossgátan og nú hefur Sudoku þrautum einnig verið bætt við.

Við minnum félagsfólk á að það getur afþakkað blaðið í prentaðri útgáfu og skráð sig fyrir rafrænu eintaki á Mínum síðum.