Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Forsíðan

Almennar fréttir - 02.03.2023

VR blaðið er komið út!

Fyrsta tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í þessu fyrsta tölublaði ársins beinum við sjónum okkar að kosningum í félaginu en tvö eru í framboði til formanns og 16 til stjórnar.

Í blaðinu er að finna kynningu á nýjum kjarasamningum og næstu skref í viðræðuáætlun milli aðila vinnumarkaðarins. Bjarni Þór Sigurðsson, formaður húsnæðisnefndar VR, skrifar um húsnæðismál og leigufélögin Blæ og Bjarg. Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir skrifar í grein sinni „Seigla og streita – músíkalskt par!“ hvernig nýta megi streitu til góðs.

Þá fjallar Tómas Bjarnason, sviðsstjóri hjá Gallup, um hvernig dregið hefur úr mikilvægi vinnunnar samkvæmt niðurstöðum úr tveimur könnunum sem gerðar voru meðal félagsfólks VR árin 2012 og 2022. Guðrún Johnsen, ráðgjafi hjá danska Seðlabankanum, skrifar einnig grein í blaðið þar sem hún fjallar um hvernig nýta megi helming mannauðs með skilvirkari hætti. Sigmundur Halldórsson, starfskraftur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna fjallar um mikilvægi stéttarfélaga eftir heimsfaraldurinn.

Leiðari ritstjóra, krossgátan og viðtal við trúnaðarmann VR á vinnustað eru að sjálfsögðu á sínum stað í blaðinu auk ýmiss annars fróðleiks.