Almennar fréttir - 05.03.2020
VR blaðið er komið út! 1. tbl. 2020
Fyrsta tölublað VR blaðsins ársins 2020 er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í þessu fyrsta tölublaði ársins beinum við sjónum okkar að kosningum í félaginu en 13 einstaklingar eru í kjöri til stjórnar VR fyrir tímabilið 2020-2022. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og kosningarnar má finna hér. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, fjallar um fjórðu iðnbyltinguna í grein sem hann nefnir „Framtíð vinnumarkaðarins og gervigreind“. Þá er farið yfir stefnu VR um vinnumarkað framtíðarinnar en félagið stefnir markvisst að því að hafa áhrif á þróun vinnumarkaðarins til framtíðar og koma í veg fyrir að stórar breytingar á vinnumarkaði geti skert hagsmuni félagsmanna. Í blaðinu er einnig að finna umfjöllun um þrjár nýjar námslínur ætlaðar verslunarfólki en námslínurnar henta ólíkum markhópum og á ólíkum skólastigum. Í framhaldi af þessari umfjöllun er einnig viðtal við fræðslu-og mannauðsstjóra Samkaupa, Lyfju og Húsasmiðjunnar en fyrirtækin eru samstarfsfyrirtæki vegna námsins og hafa tekið þátt í að móta námið.
Félagsmenn eru minntir á könnun VR á Fyrirtæki ársins, nánari upplýsingar er að finna í þessu nýjasta tölublaði VR blaðsins. Fastir liðir eins og venjulega í blaðinu eru að sjálfsögðu á sínum stað eins og leiðari formanns og viðtal við trúnaðarmann. Ekki missa af VR blaðinu!
- Smelltu hér til að lesa blaðið.
- Viltu fá blaðið sent á rafrænu formi um leið og það kemur út? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki hér.