Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
C3A2437

Almennar fréttir - 27.09.2021

VR blaðið er komið út!

Þriðja tölublað VR blaðsins 2021 er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í blaðinu má meðal annars finna umfjöllun um könnun sem VR gerði meðal félagsfólks um fjarvinnu á tímum Covid-19. Í blaðinu er hagvaxtarauki skoðaður en í kjarasamningum 2019 var í fyrsta skipti samið um slíkan viðauka sem tæki mið af stöðu hagkerfisins.

Þá er fjallað um atvinnulýðræði í blaðinu en VR hélt ráðstefnu á dögunum þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjölluðu um slíkt fyrirkomulag á vinnustöðum. Hægt er að horfa á erindin frá ráðstefnunni á vr.is/atvinnulydraedi.

Rætt er við Evu Karen Þórðardóttur en hún hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Nýlega hófu VR og 1819 Torgið samstarf sem gerir afsláttarkjör fyrir félagsfólk VR aðgengilegri og þægilegri í notkun. Ekki þarf lengur að fletta tilboðum upp á vef og sýna félagsskírteini til að virkja afslætti heldur verða tilboðin nú öll á einum stað innan seilingar í snjallsímum félagsfólks.

Krossgátan, viðtal við trúnaðarmann og leiðari formanns eru að sjálfsögðu á sínum stað í blaðinu.

Viltu fá blaðið sent rafrænt til þín? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki inni á Mínum síðum.