Almennar fréttir - 25.11.2016
Verslunarmannafélag Suðurlands stefnir að sameiningu við VR
Á aukaaðalfundi Verslunarmannafélags Suðurlands (VMS) þriðjudaginn 15. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga stjórnar VMS að félagið myndi ganga til sameiningarviðræðna við VR.
Í kjölfar könnunarviðræðna milli félaganna samþykkti stjórn VMS að leggja til slíkar sameiningarviðræður og þegar samningur liggur fyrir verður hann afgreiddur í rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VMS.
Ef niðurstaðan verður sú að hann sé samþykktur myndi sameining félaganna þá næst tekin fyrir til samþykktar á aðalfundi VR í mars 2017. Félagssvæði VMS er mjög víðfemt og nær frá Skeiðará í austri til Herdísarvíkur í vestri sem er um 20% af landinu.