Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
veidikortir_emil.jpg

Almennar fréttir - 31.03.2022

Veiðikortið og Útilegukortið eru komin í sölu

Fullgildu félagsfólki VR stendur til boða að kaupa Veiðikortið fyrir sumarið 2022.
Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða vítt og breitt um landið. Handbók fylgir hverju korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur. Kortið kostar 5600 kr. og getur hver fullgildur VR félagi keypt eitt kort.

Hægt er að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á Orlofsvefnum undir "Gjafabréf og kort" eða á skrifstofum félagsins.