Almennar fréttir - 13.03.2020
Vegna COVID -19
Nú liggur fyrir að stjórnvöld munu setja á samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfararnótt mánudagsins 16. mars nk. Þetta snýr að viðburðum/samkomum þar sem 100 manns eða fleiri koma saman. Einnig er á sama tíma sett fjarlægðarmörk á milli fólks þar sem færri en 100 koma saman.
Nú þegar eru spurningar farnar að berast félaginu varðandi réttarstöðu starfsmanna. Þar sem um fordæmalausa stöðu er um að ræða liggja svör við öllum spurningum ekki skýrt fyrir. Verið er að vinna í því að taka saman upplýsingar sem verða birtar á miðlum félagsins um leið og þær liggja fyrir, mögulega verður það ekki fyrr en eftir helgi.
Á vef ASÍ er að finna spurningar og svör sem gæti svarað einhverjum spurningum. Sjá meira hér.