Almennar fréttir - 21.03.2024
Vara við frumvarpi um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum
VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum. Samtökin taka undir það mat Samkeppniseftirlitsins að líkleg afleiðing samþykktar frumvarpsins yrði verðhækkun á kjötvörum og þar með aukin verðbólga. Það væri algjörlega ótækt ef fyrsta lagabreyting stjórnvalda eftir undirritun kjarasamninga og útgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna þeirra yrði samþykkt þessa frumvarps, sem gengur gegn hagsmunum neytenda, launþega og verslunar.
Samtökin hafa sent sameiginlega umsögn um frumvarpið til Alþingis þar sem þess er krafist að það verði dregið til baka. Sjá umsögnina hér.