Almennar fréttir - 12.06.2017
Útskrift verslunarfulltrúa
Raunfærnimat fyrir verslunarfulltrúa var haldið á Höfn vorið 2016 og tóku 21 þátt í verkefninu. Þátttakendur komu frá Nettó Hornafirði, Húsasmiðjunni Hornafirði, N1 Hornafirði og Söluskálanum í Skaftafelli (Hótel Skaftafell).
Raunfærnimat er ferli við að meta starfsreynslu, eldra nám eða aðra viðeigandi reynslu á móti viðmiðum ákveðinnar námskrár. Raunfærnimat gefur staðfestingu á þeirri færni sem einstaklingur býr yfir og getur mögulega stytt nám.
Til þess að ljúka náminu þurftu þátttakendur að bæta við kunnáttu sína og fóru í Grunnmenntaskólann m.a. til þess að ljúka tölvu - og upplýsingatækni. Námskrá fyrir verslunarfulltrúa lýsir námi á 2. hæfniþrepi. Þetta er í heild 580 klst. nám sem skiptist í faglega námsþætti, starfsþjálfun og lokaverkefni. Að lokum voru það 11 einstaklingar sem luku öllum verkefnum. Dæmi um lokaverkefni er Nýliðahandbók fyrir Hótel Skaftafell sem jafnframt rekur stóran söluskála.
Gils formaður deildar VR á Suðurlandi var viðstaddu útskriftina og færði útskriftarnemendum blóm.
Þeir sem vilja kynna sér raunfærnimat fyrir verslunarfulltrúa er bent á að hafa samband við Mími (lilja@mimir.is) eða Fræðslunet Suðurlands (solveig@fraedslunet.is).